fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Enn og aftur eru fagnaðarlæti Arsenal gagnrýnd – ,,Eins og þeir hafi unnið ensku úrvalsdeildina“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 2. maí 2022 16:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann í gær mikilvægan sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum komust Skytturnar aftur í 4. sæti en liðið á í harðri baráttu við erkifjendur sína í Tottenham um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. En enn og aftur hafa fagnaðarlæti liðsins eftir sigurleiki verið gagnrýnd.

Leikmenn Arsenal fögnuðu vel og innilega þegar að sigurinn var í höfn í gær og það fór fyrir brjóstið á Chris Sutton, fyrrum leikmanni Chelsea.

,,Arsenal fagnar eins og þeir hafi unnið deildinna, drottinn minn dýri,“ skrifaði Sutton í færslu á Twitter.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fagnaðarlæti Arsenal eru gagnrýnd á tímabilinu en Gabby Agnolahor, fyrrum sóknarmaður Aston Villa og Ashley Young, núverandi leikmaður liðsins, gagnrýndu fagnaðarlæti Arsenal eftir sigur á Aston Villa í mars síðastliðnum og fyrir það hafði Ruben Neves, miðjumaður Wolves, gagnrýnt fagnaðarlæti liðsins eftir leik Wolves og Arsenal í febrúar.

Arsenal er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir Chelsea sem situr í 3. sæti og tveimur stigum á undan Tottenham sem situr í 5. sæti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim stendur með sínum manni: ,,Hann á skilið að vera í landsliðinu“

Amorim stendur með sínum manni: ,,Hann á skilið að vera í landsliðinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski bikarinn: Welbeck hetjan gegn Newcastle

Enski bikarinn: Welbeck hetjan gegn Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Collina um krabbameinið sem gæti drepið fótboltann – „Þetta er orðið verra en það var áður“

Collina um krabbameinið sem gæti drepið fótboltann – „Þetta er orðið verra en það var áður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virðist vera hataður af sínu eigin fólki og endurkoman er ólíkleg – ,,Enginn á það skilið“

Virðist vera hataður af sínu eigin fólki og endurkoman er ólíkleg – ,,Enginn á það skilið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah fékk góð ráð frá Wenger

Salah fékk góð ráð frá Wenger