fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Börnin þurfa að drekka regnvatn úr pollum til að lifa af

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. maí 2022 14:01

Eftir sprengjuárás í Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk kona sem er búsett í Bretlandi á sér enga ósk heitari en að æskuvinkonu sinni, og börnunum hennar, verði bjargað frá Mariupol. Hún fékk hroll þegar hún heyrði að börnin þyrftu að drekka rigningarvatn úr pollum til að lifa af. BBC greinir frá.

Nataliia Roberts flutti frá Úkraínu til Wales fyrir fimm árum til að búa með eiginmanni sínum Dewi. Hún hefur alltaf verið í miklu sambandi við æskuvinkonu sína, Yuliia, í Úkraínu eða allt þar til stríðið braust út.

Yuliia og þrjár dætur hennar hafa þurft að hlaupa úr neðanjarðarskýlinu sem þær dveljast í til að fá vatnssopa eftir að það hefur rignt. Þær hefur raunar ekki bara skort mat og vatn heldur er ekkert salerni í byrginu, engin sturta og ekkert rafmagn.

Ein súpuskál á dag fyrir dæturnar þrjár

„Við fáum litla súpuskál fyrir börnin þrjú á hverjum degi og eitt glas með vatni fyrir þau þrjú til að þvo sér,“ segir Yuliia.

Eftir að sprengjur Rússa eyðilögðu heimili Yuliia og dætra hennar, sem eru þriggja ára, sex og ellefu, þurftu þær að flýja í neðanjarðarskýli þar sem nánast engan mat var að fá.

Nataliia segir að stelpurnar hafi alltaf verið að biðja um mat þannig að Yuliia reyndi að gefa þeim súpuna fyrir svefninn til að þær næðu að sofna með eitthvað í maganum.

Þær tvær eldri ná síðan stundum að flýja veruleikann með því að horfa á teiknimyndir í símanum hjá mömmu sinni.

Skilur þær eftir til að sækja vatn

„Þegar það rigndi gátu þær drukkið úr pollunum og vatnið var alveg dásamlegt. Við fundum síðan einhver ílát til að setja regnvatnið í,“ segir Yuliia en hún hefur líka þurft að skilja stelpurnar eftir á meðan hún fer að leita að fersku vatni.

Í samtali við BBC Wales segir Yuliia að það hafi verið brunnur um þrjá kílómetra í burtu frá byrginu og þangað hafi hún stundum farið, jafnvel þegar verið var að varpa sprengjum, til að sækja vatn fyrir dætur sínar.

Þegar sú sex ára varð veik voru síðan ekki til nein lyf.

Rússar hafa setið um Mariupol síðan í marsbyrjun og er borgin nánast eyðilögð.

Talar stundum ekki við hana vikum saman

„Ég átti pening en ég gat ekki keypt neitt af því það var hvergi hægt að fá neitt. Það var búið að sprengja eða ræna allar verslanirnar,“ segir Yuliia.

Nataliia reynir að sýna Yuliia sem mestan stuðning þó hún sé yfir þrjú þúsund kílómetra í burtu. Stundum líða dagar, jafnvel vikur, þar sem það er ekki öruggt fyrir Yuliia að senda sms eða hringja í vinkonu sína.

Nataliia tókst að koma mömmu sinni og stjúpföður frá Úkraínu þegar stríðið var að brjótast út, og búa þau nú hjá henni og eiginmanninum í Wales.

Nú gerir hún allt sem í hennar valdi stendur til að koma Yuliia og dætrum hennar líka í öruggt skjól og vinnur að því að þær geti komið sem flóttamenn til Wales.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð