fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Flugmaðurinn réði ekki við sig – Það kostaði 66 manns lífið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. maí 2022 17:00

Mohamed Said Shoukair. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. maí 2016 hrapaði flugvél Egypt Air í hafið á milli Krítar og norðurhluta Egyptalands. Allir 66 sem voru um borð fórust. Í nýrri skýrslu franskra flugmálayfirvalda er skýrt frá því hvað varð til þess að vélin hrapaði.

Ástæðan fyrir slysinu var að flugmaðurinn, Mohamed Said Shoukair, ákvað að svala nikótínþörf sinni og reykja í flugstjórnarklefanum. Það var örlagarík ákvörðun svo ekki sé meira sagt.

New York Post segir að við þetta hafi eldur kviknað í flugstjórnarklefa vélarinnar, sem var af gerðinni Airbus A320, því það kviknaði í súrefni sem lak úr súrefnisgrímu í flugstjórnarklefanum.

Eins og áður sagði voru 66 um borð. 10 manna áhöfn, 12 franskir ríkisborgarar og 30 egypskir ríkisborgarar auk 14 farþega af ýmsum þjóðernum.

Brak úr vélinni. Mynd:Egypska varnarmálaráðuneytið

Í Egyptalandi var fólk sannfært um að hryðjuverkamenn hefðu grandað vélinni og því var haldið fram að leifar af sprengiefni hefðu fundist á sumum hinna látnu. En allir aðrir vísuðu þessu á bug.

Bandarískt herskip hífði flugvélina og svarta kassann af hafsbotni.

Svarti kassi vélarinnar. Mynd:Egypsk yfirvöld

 

 

 

 

 

 

 

Á upptökum svarta kassans heyrist greinilega að súrefni lak úr súrefnisgrímunni, skipt var um hana þremur dögum fyrir slysið af starfsmanni Egypt Air. En gríman var stillt á neyðarstillingu sem varð til þess að súrefni lak úr henni.

Hversu ótrúlegt sem það má virðast þá var egypskum flugmönnum heimilt að reykja í flugstjórnarklefanum á þessum tíma. Þessi heimild var síðan afnumin.

Egypsk yfirvöld hafa ekki viljað birta sína niðurstöður og segja að niðurstaða franskra yfirvalda sé ekki rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð