fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Fundu 150 höfuðkúpur í helli í Mexíkó – Mat lögreglunnar var rangt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. maí 2022 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 fundu mexíkóskir lögreglumenn um 150 höfuðkúpur í helli nærri landamærum Gvatemala. Þeir töldu, sem von var, að um glæpavettvang væri að ræða. En nýlega skýrðu sérfræðingar frá því að lögreglumennirnir hefðu haft rangt fyrir sér.

Þegar höfuðkúpurnar fundust fór vettvangsrannsókn fram og að henni lokinni voru höfuðkúpurnar fluttar til rannsóknar hjá sérfræðingum. Nú, áratug síðar, liggja niðurstöður sérfræðinganna fyrir eftir ítarlegar rannsóknir og sýnatökur.

Því er hægt að staðhæfa að ekki hafi verið um morð að ræða því höfuðkúpurnar eru frá því á tímabilinu 900 til 1200. The Guardian skýrir frá þessu.

Það þarf ekki að valda undrun fólks að lögreglan hafi talið að um morðvettvang væri að ræða því á svæðinu nærri Frontera Comalapa í Chiapas, þar sem höfuðkúpurnar fundust, hafa ofbeldisverk og straumur ólöglegra innflytjenda lengi verið vandamál.

Sérfræðingar segja að höfuðkúpurnar séu af fólki sem hafi líklega verið afhöfðað við trúarathafnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést