fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Þrjár ungar íþróttakonur létust á tæpum tveimur mánuðum – Hversu margir til viðbótar verða að deyja?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 07:01

Katie, Sarah og Lauren. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tæpum tveimur mánuðum létust þrjár ungar bandarískar íþróttakonur. Bandaríkjamönnum er brugðið vegna andlátanna og eiga erfitt með að skilja af hverju konurnar dóu. Dauðsföllin tengjast ekki beint og ekkert hefur komið fram sem bendir til að konurnar hafi þekkt hver aðra.

Í byrjun mars fannst Katie Meyer, 22 ára, látin á svæði Stanford háskólans í Kaliforníu en þar stundaði hún nám. 13. apríl fannst Sarah Schulze, 21 árs, látin á svæði Michigan háskólans þar sem hún stundaði nám. 26. apríl fannst Lauren Bernett, 20 ára, látin á svæði James Madison háskólans í Virginíu.

Þær áttu það sameiginlegt að vera mjög góðar íþróttakonur sem stunduðu háskólanám. Allar tóku þær eigið líf.

Gina Meyer, móðir Katie Meyer, er að vonum brugðið vegna sjálfsvígs dóttur sinnar sem var markmaður knattspyrnuliðs Stanford háskólans. „Það var ekkert sem hringdi viðvörunarbjöllum. Hún var glöð og hafði nóg að gera. En hún var . . . hún var hamingjusöm. Það gekk vel hjá henni,“ sagði hún og bætti við að hún hefði rætt við hana nokkrum klukkustundum fyrir sjálfsvígið og þá hefði Katie verið í góðu skapi.

Fljótlega eftir sjálfsvíg hennar skrifaði Debby Waldman, ritstjóri hjá NBC News, grein um ástæðu sjálfsvígsins. Ástæðu sem ekki er vitað um. „Ég hugsa um hvort fullkomnunarárátta eigi hlut að máli. Í viðtali sagði móðir hennar að kvíði og stress fylgi því að vilja vera fullkomin. Að vera sú besta, að vera númer eitt,“ skrifaði hún og bætti við að 18 ára sonur hennar hefði næstum tekið eigið líf af sömu ástæðu. „Hversu margar ungar manneskjur verða að deyja af því að þær eru hræddar við að gera mistök?“ spurði hún síðan.

Móðir Sarah Schulze sagði að sjálfsvígið tengist væntingum, kröfum og árangri. Sarah hafi átt erfitt með að finna jafnvægi á milli alls þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io