fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Íslenski hópurinn greinir frá „ólýsanlegum hryllingi“ á Grænlandsjökli

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 1. maí 2022 18:43

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta manna hópur á vegum Vertu úti er nú í heilmiklum leiðangri í Grænlandi, en hópurinn ætlar að þvera Grænlandsjökul og er áætlað að ferðinni ljúki þann 11. maí.

Hópurinn gengur á skíðum með allan farangur sinn í eftirdragi, en liðin er um 560 km löng og verður hæst farið í tæplega 2500 metra hæf yfir sjávarmáli. Vertu úti hafa gefið uppfærslur frá ferðinni en fyrir leiðangrinum fara Vilborg Arna Gissurardóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Aðrir þátttakendur eru Aðalsteinn Árnason, Hermann Þór Baldursson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sibylle Köll og Steinn Hrútur Eiríksson.

Samkvæmt nýjustu fregnum af hópnum kom hópurinn að DYE-2 ratsjárstöðinni á fimmtudag. Þar sló hópurinn upp tjaldbúðum og skoðaði stöðina. Þau fundu þó enga færa inngönguleið þrátt fyrir mikinn mokstur en allir inngangur voru á bólakafi í snjó og ís og er stöðin að sökkva í jökulinn. Vertu úti greinir svo frá aðstæðum:

„Leiðangursmönnum fannst þessar aðstæður lygilegar og líkastar því að vera í miðri vísindaskáldsögu. Svo er þarna risastór æfingaflugvöllur við hliðina en þar æfa Herkúles herflugvélar lendingar á ís.“

Á föstudeginum ákvað hópurinn að hvílast enda slæmt veður. Dagurinn var nýttur í að moka frá tjöldunum, sofa, borða og gera við föt. Þó var nokkuð sem hópurinn gekk í gegnum þann dag sem er lýst sem „ólýsanlegum hryllingi“

„Skelfilegast var að fara út og gera þarfir sínar segir í skeyti leiðangursstjóra. Enginn kom samur úr því ferðalagi. Ólýsanlegur hryllingur. Veðrið var þannig að þetta var eins og að fara á klósettið í miðjum fellibyl, krókloppinn og fenntur á kaf inn á maga og víðar.“

Á laugardag var betra veður og hélt hópurinn aftur að stað.

Hér má fylgjast með umfjöllun Vertu úti um leiðangurinn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga