Flutningur.is er gróin sendibílastöð sem hefur veitt trausta þjónustu í yfir þrjá áratugi og hefur yfir að ráða afar fjölbreyttum bílaflota fyrir hin ýmsu verkefni. Auk þess er stöðin með öll nauðsynleg léttitæki sem þörf er á við flutninga, hvort sem er á búslóðum eða við vöruflutninga.
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla sem henta bæði í lítil og stór verkefni. Bílstjórarnir eru reynslumiklir og færir og leggja sig fram um að veita góða þjónustu. Þeir sem standa í búslóðaflutningum geta treyst því að búslóðin sé flutt hratt en af varkárni á milli staða.
Vöruflutningar
Flutningur.is sér um að losa gáma hjá skipafélögum og koma vörunni til fyrirtækja og einstaklinga. Hægt er að flytja tvo gáma í einu og losa þá við húsdyr fyrirtækja og einstaklinga fyrir mjög hagstætt verð. Flutningur.is hefur yfir að ráða góðum gámalyftum og ýmsum öðrum hjálparbúnaði við flutninga og fylgist vel með nýjungum og þróun tækjabúnaðar á þessu sviði.
Ef þú þarft að flytja eitthvað, stórt eða lítið, búslóð, vörur eða eitthvað annað, þá er Flutningur.is líklega mjög heppilegur kostur fyrir þig. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni flutningur.is og í síma 575-3000.
Nokkur góð ráð varðandi flutninga frá Flutningi.is:
- Sankaðu að þér sterkum kössum í nokkrum stærðum. Einnig er gott að hafa eftirfarandi við höndina þegar pakkað er: kúluplast, dagblöð, skæri, sterkt límband og góðan merkipenna.
- Pakkaðu þungum hlutum, eins og bókum, í minni kassa svo þeir verði ekki of þungir. Í stærri kössum skulu þyngri hlutir vera neðst og þeir léttari efst. Pakkið hverjum hlut í dagblöð eða kúluplast ef þeir eru viðkvæmir. Ef of rúmt er um hluti í kassanum, fylltu þá upp í hann með dagblöðum eða öðru slíku.
- Pakkaðu öllu því sem á að fara í sama herbergi í sama kassa og merktu hann herberginu. Taktu fyrir eitt herbergi í einu, pakkaðu fyrst litlum munum til að koma þeim frá. Merktu utan á kassann hvað er í honum.
- Pakkaðu og merktu sérstaklega þá kassa sem opna á fyrst af öllum þegar komið er á áfangastað. Í kassanum eiga að vera ómissandi hlutir sem notaðir voru fram á síðasta dag, líkt og uppþvottalögur, klósettpappír, plastdiskar og hnífapör og ýmislegt það sem fjölskyldan þarf að nota áður en hægt er að taka upp úr öllum kössunum.
- Þegar stærri hlutir eru teknir í sundur, líkt og borð, hillur og skápar, er gott að geyma verkfæri í einum vel merktum poka eða kassa til að auðvelda samsetningu á nýja staðnum. Skrúfum er gott að tylla og jafnvel líma aftur í þau göt sem þær eiga að vera í.
- Settu allan rafeindabúnað eins og fjarstýringar, millistykki og straumbreyta á einn stað.
- Staflaðu kössunum þegar búið er að loka þeim. Gott er að nýta eitt herbergi undir kassana, þannig er hægt að klára að þrífa hinn hluta hússins.