fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Þorkell hjá Smíðalandi ákærður fyrir meiri háttar brot – Hýsti verkamenn í hættulegum „svefnskápum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 21:55

Frá Smiðshöfða 7 þar sem erlendu verkamennirnir bjuggu. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Kristján Guðgeirsson, sextugur Íslendingur sem býr í Noregi, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldssögum og peningaþvætti.

Meint brot voru framin við rekstur tveggja fyrirtækja sem Þorkell stýrði en þau eru nú bæði gjaldþrota. Annað var félagið Smíðaland og hitt var starfsmannaleigan 2findjob.

Þess má geta að síðastliðið sumar var Þorkell sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar en hann lét erlenda starfsmenn búa í verksmiðjuhúsnæði við Smiðshöfða 7. Vistarverum þeirra var lýst sem hættulegum „svefnskápum“. Var Þorkell dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þetta.

„Þetta var það alvarlegt og í reynd eitt ljótasta mál sem við höfum staðið frammi fyrir að við töldum mikilvægt að leggja okkar kæru fram og í raun er um prófmál að ræða,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í viðtali við Vísir.is í fyrra Bætti hann við að hann hefði ekki séð annað eins á 30 ára ferli í slökkviliðinu.

Málið sem hér um ræðir verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undir lok maí. DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en þar er Þorkell sakaður um að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum fyrir Smíðaland rekstrarárin 2017 og 2018. Er hann sagður hafa oftalið innskatt um tæplega 170 milljónir króna og vantalið útskatt um rúmlega 40 milljónir. Er hann jafnframt sakaður um peningaþvætti með því að hafa aflað Smíðalandi ávinnings af brotunum.

Í rekstri 2findjob er Þorkell sakaður um virðisaukaskattsvik upp á rúmlega 31 milljón króna og svik á staðgreiðsluskilum fyrir rúmlega 42 milljónir. Er hann jafnframt sakaður um peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af brotunum í þágu rekstrar félagsins.

Samtals nema þessi meintu skattsvik yfir 380 milljónum króna.

Er þess krafist að Þorkell verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Líklegt er að málið verði til lykta leitt fyrir héraðsdómi fyrri hluta sumars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna