fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Gera grín að rússneskum „sönnunargögnum“ – „Ég held að þetta snúist um heimskan liðsmann FSB“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 05:49

„Sönnunargögnin“. Mynd:FSB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn staðhæfði rússneska leyniþjónustan FSB að hún hefði komið upp um hóp nýnasista sem hefði haft í hyggju að drepa þekkta rússneska blaðamenn. Í fréttatilkynningu frá FSB sagði að meðlimir í hryðjuverkahópi nýnasista hefðu verið handteknir. Um samtök væri að ræða sem væru bönnuð í Rússlandi. Vladímír Pútín, forseti, skellti síðan skuldinni á Úkraínu og Vesturlönd og sagði þau standa á bak við nýnasistana. Þessu hafa Vesturlönd og úkraínska leyniþjónustan vísað á bug.

FSB birti myndir af „sönnunargögnum“ sem fundust að sögn þegar nýnasistarnir voru handteknir. Meðal þess sem sést á myndunum er ljósmynd af Adolf Hitler, stuttermabolur með hakakrossinum og þrjú eintök af hinum vinsæla tölvuleik „The Sims“. Óhætt er að segja að þessi „sönnunargögn“ hafi vakið hlátur víða um heim.

Þau hafa ýtt undir vangaveltur um að hér hafi ekki verið um neitt annað að ræða en sviðsetningu rússnesku leyniþjónustunnar. Til dæmis hafa New York Post og norska fagblaðið Journalisten velt þeirri spurningu upp og fjallað um málið.

Ástæðan er að „sönnunargögnin“ hafa vakið upp efasemdir um frásögn FSB og margir hafa hlegið opinberlega að þeim.

Skjáskot af færslu Scarr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Francis Scarr skrifaði til dæmis á Twitter: „Myndir frá aðgerðinni sýna „byrjunarpakka fyrir úkraínska nýnasista“ hönnuðum af FSB.“ Scarr starfar í greiningardeild breska ríkisútvarpsins, BBC Monitoring, og fylgist náið með fréttaflutningi rússneskra fjölmiðla.

Skjáskot úr myndbandi FSB frá aðgerðinni.

 

 

 

 

 

 

 

FSB birti myndbandsupptöku af handtökunni.  Á henni sést þegar sex menn eru handteknir. FSB segir að hald hafi verið lagt á sprengiefni, skammbyssur, skotfæri og eiturlyf. En síðan fara hlutirnir að líta undarlega út. Liðsmenn FSB sýna nefnilega muni sem eiga að sanna tilhneigingar hinna grunuðu nasista. Þetta eru:

Stuttermabolur með hakakrossi.

Mynd af Adolf Hitler.

Merki hinna illræmdu SS-sveita Totenkopf.

Græn hárkolla.

Þrír viðbótarpakkar við tölvuleikinn „The Sims 3“ frá 2009.

SIM-kort eða „The Sims“?

Það er kannski ekki alveg fráleitt að nýnasistar séu með mynd af Hitler í fórum sínum eða stuttermabol með hakakrossi en að þeir séu með slíkt og ætli að taka með sér í leynilega aðgerð hlýtur vægast sagt að teljast undarlegt.

En það sem hefur vakið mesta athygli og hlátur margra eru viðbótarpakkarnir þrír fyrir tölvuleikinn „The Sims 3“.

Hluti af „sönnunargögnunum“. Mynd:FSB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eliot Higgins, stofnandi rannsóknarblaðamannahópsins Bellingcat, telur að þetta varpi ljósi á mistök:

„Ég held í hreinskilni sagt að þetta snúist um heimskan liðsmann FSB sem fékk það verkefni að útvega þrjú SIM.“

Honum hafi verið ætlað að útvega þrjú SIM-kort fyrir farsíma til að „sanna“ starfsemi nýnasistanna en hafi misskilið verkefnið og í staðinn keypt þrjá viðbótarpakka af tölvuleiknum „The Sims 3“.

Önnur kenning, sem hefur verið á lofti, er að FSB hafi viljandi sett „The Sims“ pakkana með „sönnunargögnunum“ því í augum sumra Rússa inniheldur tölvuleikurinn „hommaáróður“.

En flestir telja að kenningin um SIM-kortin eigi best við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“