fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Rússar búnir að skrúfa fyrir gasstreymi til Póllands og Búlgaríu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 06:45

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, staðfesti i morgun að búið sé að skrúfa fyrir gasstreymi til Póllands og Búlgaríu. Ástæðan er að ríkin tvö vilja ekki greiða með rússneskum rúblum fyrir gasið.

Gazprom segir að ekki verði skrúfað aftur frá fyrr en ríkin fallist á að greiða fyrir gasið með rúblum.

Rússneska ríkisstjórnin hefur hótað að skrúfa fyrir gas til annarra Evrópuríkja ef þau greiða ekki fyrir það með rúblum.

Evrópuríkin hafa þvertekið fyrir það og vísa í að samningar þeirra við Gazprom kveði á um greiðslur í evrum og dollurum.

Kröfum Rússa um greiðslur í rúblum er ætlað að styrkja rússnesku rúbluna sem á undir högg að sækja vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi.

Það var síðdegis í gær að tilkynnt var að skrúfað yrði fyrir gasstreymið til Póllands og Búlgaríu klukkan 8 að staðartíma í dag og það gekk eftir. Verð á gasi hækkaði um 17% á evrópska gasmarkaðnum í kjölfar tilkynningar Gazprom í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga