fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Vinir Pútíns hrynja niður eins og flugur – Sjálfsvíg eða morð?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 06:11

Vladislav Avayev er einn hinna látnu olígarka. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa að minnsta kosti fimm rússneskir olígarkar látist. Það má því segja að lánið hafi heldur betur snúist við hjá ofurríkum Rússum. Margir þeirra hafa misst lúxussnekkjur sínar í klær vestrænna stjórnvalda og þeir eru beittir hörðum refsiaðgerðum af Vesturlöndum. Þess utan hafa þeir ekki mikið svigrúm heima fyrir því ráðamenn í Kreml eru með þá í stuttum taumi.

Hugsanlega hefur þetta orðið til þess að einhverjir þeirra hafa svipt sig lífi og jafnvel fjölskyldur sínar. En ekki er útilokað að um morð sé að ræða og þá vakna auðvitað spurningar um hver eða hverjir standi á bak við þau? Eflaust hafa margir í huga í þessu samhengi að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ekki verið feiminn við að láta ráða andstæðinga sína af dögum og hafa útsendarar hans myrt andstæðinga hans bæði innanlands og utan.

VG segir að frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafi að minnsta kosti fimm rússneskir olígarkar látist.

Meðal þeirra er Aleksandr Tjuljakov sem var einn af æðstu yfirmönnum ríkisfyrirtækisins Gazprom. Hann fannst látinn í bæ nærri St. Pétursborg daginn eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Mikhail Watford fannst látinn á heimili sínu í Surrey á Bretlandi 28. febrúar.

Þann 19. apríl fundust Sergey Protosjenka og eiginkona hans og dóttir látin leiguíbúð í Lloret del Mar á Spáni. Lögreglan telur að annað hvort hafi Protosjenka drepið eiginkonu sína og dóttur og síðan tekið eigið líf eða þá að einhver hafi myrt þau og síðan reynt að láta líta út fyrir að olígarkinn hafi verið að verki. Business Insider segir að fyrirtækið Novatek, þar sem Protosjenka gegndi toppstöðu, þvertaki fyrir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Daginn áður en Protosjenka fannst látinn fannst Vladislav Avaev látinn. Hann var fyrrum varaforstjóri Gazprom bankans. Eiginkona hans og dóttir fundust einnig látin í lúxusíbúð fjölskyldunnar í Moskvu. Lögreglan telur að Avaev hafi drepið eiginkonu sína og dóttur og síðan tekið eigið líf.

En öll þessi andlát hafa vakið upp vangaveltur um hvort rússneskir ráðamenn hafi átt hlut að máli. Inna Sangadzhieve, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Helsinkinefndinni, sagði í samtali við VG að ekki sé hægt að útiloka að svo sé. Þetta sé fólk sem bjó hugsanlega yfir miklum upplýsingum um orkugeirann vegna starfa sinna. Upplýsingum sem er mikilvægt fyrir Pútín að lendi ekki í röngum höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harris hafi tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til að hljóta útnefningu sem forsetaefni

Harris hafi tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til að hljóta útnefningu sem forsetaefni
Fréttir
Í gær

Snorri vekur athygli á óvenjulegu stríði Krónunnar og Bónus – „Greinilega er Bónus í ákveðinni örvæntingu með þetta”

Snorri vekur athygli á óvenjulegu stríði Krónunnar og Bónus – „Greinilega er Bónus í ákveðinni örvæntingu með þetta”