fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fókus

Birta myndskeið sem voru tekin fyrir og eftir voðaskotið – „Ég dreg byssuna hægt upp“

Fókus
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú birt myndskeið frá tökustað kvikmyndarinnar Rust, þar sem voðaskot kostaði tökustjórann Halyna Hutchins lífið. Eins hafa verið birtar myndir af vettvangi sem og samtöl við vitni, þar á meðal skýrsla sem tekin var af leikaranum Alec Baldwin sem hélt á byssunni sem olli andlátinu. Lögregla er nú að meta hvort ástæða sé til að sækja Baldwin til saka fyrir andlát Hutchins.

Voðaskotið sjálft náðist ekki á upptöku, en hins vegar má í kjölfar skotsins heyra Baldwin spyrja um ástand Hutchins.

Baldwin sagði í samtali við lögreglu: „Hannah[skotvopnasérfræðingurinn] rétti mér byssuna.“

Hann sagði að Hannah hafi sagt honum að byssan væri „köld“ sem þýðir „örugg“ áður en skotið reið af. Þegar Baldwin ræðir við lögreglu virðist hann ekki hafa verið upplýstur um örlög tökustjórans og virðist Baldwin fá áfall þegar honum er greint frá því að byssan sem hann mundaði í atriðinu sem var verið að æfa, var hlaðin, en slík ætti raunin aldrei að vera við æfingu.

„Ég dreg byssuna hægt upp. Ég sný mér við, ég hleð [grípur í gikk til að færa skot inn í hlaupið]. Bang. Skotið ríður af. Hún[tökustjórinn] fellur í jörðina. Hún fellur. Hann[leikstjórinn] fellur niður öskrandi,“ segir Baldwin en hann hefur frá upphafi haldið því fram að hann hafi aldrei tekið í gikkinn á byssunni til að skjóta af henni.

Leikstjórinn, Joel Souza, varð einnig fyrir skotinu. Hann gaf skýrslu á meðan hann lá enn inn á sjúkrahúsi og segist í dag varla muna eftir því samtali.

„Það var mjög hávær hvellur og mér leið eins og einhvern hefði sparkað í öxluna á mér. Og svo var ég dottinn á rassinn, og svo lít ég við og sé tökustjórann, Halyna Hutchins, og það lekur blóð út um bakið á henni. Ég held að skotið hafi farið í gegnum hana og yfir í mig.“

Eitt myndskeiðanna sem hafa verið birt sýna tökustjórann Hutchins eftir að hún varð fyrir skotinu. Hún virðist þar vera með meðvitund. Baldwin í töluverðu uppnámi biður um sígarettur og spyr hvernig tökustjórinn hafi það sem og leikstjórinn.

Síðan hafa verið birtar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem fóru í útkallið. Þar ræddi lögreglumaður við Baldwin og spyr hvernig gæti staðið á því að byssukúla væri á tökustaðnum og hvort að bilað gerviskot gæti í alvörunni valdið skaða.

Á flestum þeim upptökum sem hafa verið birtar af Baldwin sést að hann er í í töluverðu áfalli.

Önnur upptaka úr búkmyndavél lögreglumanns sýnir aðstæður þegar viðbragðsaðilar mættu á svæðið og reyndu að bjarga lífi Hutchins og hlúðu að leikstjóranum. Hutchins lést síðar af sárum sínum og hefur fjölskylda hennar höfðað mál vegna andláts hennar, en í kæru er því haldið fram að vegna þess hversu mikið reynt var að spara við gerð kvikmyndarinnar hafi öryggi ekki verið gætt og það hafi valdið voðaskotinu. Meðal þeirra sem kæru er beint að er Baldwin.

Yfirmaður lögreglunnar sem fer með rannsókn málsins sagði nýlega í myndbandi að þeir hafi ekki útilokað neitt við rannsóknina og er litið að því að allir er kom að sögu séu enn með stöðu sakborninga.

Baldwin heyrist á upptökunum ítrekað halda því fram að ekki hafi áður átt sér vandamál með skotvopnin á tökustað myndarinnar. En þessi lýsing hans er í mótsögn við niðurstöður öryggiseftirlits sem sektaði kvikmyndatökuteymið um næstum 137 þúsund dollara í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn