fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Pressan
Sunnudaginn 29. desember 2024 21:00

Rachel, Shelia og Skylar voru lengi bestu vinkonur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingsstúlkurnar þrjár voru bestu vinkonur og óaðskiljanlegar. Þær voru saman öllum stundum. Töluðu um stráka og annað það er sem unglingsstúlkur hafa áhuga á. Þær deildu leyndarmálum sínum og framtíðardraumum með hver annarri.

En að kvöldi 6. júlí 2012 hvarf ein vinkvennanna, hin 16 ára Skylar Neese, eins og dögg fyrir sólu. Eins og gefur að skilja var bestu vinkonum hennar, Shelia Eddy og Rachel Shoaf, illa brugðið við þetta og skildu ekkert í hvarfi Skylar. Að minnsta kosti leit þetta þannig út út á við. Shelia og Rachel bjuggu nefnilega yfir hræðilegu leyndarmáli.

Þegar lögreglan ræddi við þær sögðust þær hafa verið með Skylar að kvöldi 6. júlí. Þær staðhæfðu að þær hefðu ekki hugmynd um hvað hefði komið fyrir Skylar eftir að þær sögðu skilið við hana fyrir utan heimili hennar seint um kvöldið. Báðar grétu þær yfir hvarfi Skylar og sögðu hana vera „bestu vinkonu“ þeirra.

Lögreglan var þó ekki sannfærð um að þær væru að segja satt. Viðbrögð þeirra og hegðun við tíðindin af hvarfi Skylar þóttu undarleg, bæði á fyrstu dögunum en einnig á næstu vikum og mánuðum.

Lögreglukona, sem yfirheyrði þær, sagði að hvorug þeirra hafi virst vera í tilfinningalegu uppnámi yfir hvarfi Skylar. „Það var engar tilfinningar að sjá, hún var eins og ís,“ sagði Jessice Colebank lögreglukona, um fyrstu yfirheyrsluna yfir Shelia.

Rachel, Shelia og Skylar voru lengi bestu vinkonur.

Yfirheyrslan yfir Rachel gaf einnig tilefni til að hafa áhyggjur. Hún virtist taugaóstyrk að sögn Colebank.

„Framburður þeirra var samhljóða, nákvæmlega eins. Engar sögur eru eins ef það er ekki búið að undirbúa þær. Tilfinning mín sagði mér að Shelia hefði gert eitthvað og að Rachel væri skíthrædd,“ sagði Colebank.

En það leið hálft ár þar til það kom í ljós hver örlög Skylar höfðu orðið. Þá fengu fjölskylda hennar, vinir og lögreglan loks staðfest hver hinn hræðilegi sannleikur var.

Á milli jóla og nýárs brotnaði Rachel saman andlega og var lögð inn á geðdeild. Þegar hún var útskrifuð viku síðar skýrði hún lögmanni sínum og lögreglunni frá því hvað hafði gerst. Hún og Shelia höfðu myrt Skylar.

Ástæðan var að þær vildu ekki lengur vera vinkonur hennar.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýndu að Skylar hafði laumast út og farið í bíl með vinkonum sínum. Mynd:Virginia State Police

Rachel viðurkenndi að þær hefðu skipulagt morðið í kennslustund í skólanum. Áætlun þeirra gekk út á að fá Skylar til að laumast út seint að kvöldi og aka með hana á afskekktan stað úti í skógi. Þar ætluðu þær að telja upp að þremur og síðan stinga Skylar með hníf.

Rachel vísaði lögreglunni síðan á lík Skylar í Wayne Township í Pennsylvania. Líkið fannst 16. janúar 2013. Krufning leiddi í ljós að Skylar hafði verið stungin margoft.

Rachel féllst á að vinna með lögreglunni og var sleppt úr haldi. Áður hafði hljóðnema verið komið fyrir á henni en vonast var til að hún gæti fengið Shelia til að játa morðið.

En Shelia játaði aldrei morðið þegar hún ræddi við Rahcel á næstu mánuðum og skipti þá engu að Rachel reyndi margoft að fá hana til að játa það.

En lögreglan sat ekki bara aðgerðarlaus og beið eftir að Shelia myndi játa morðið. Hún vann linnulaust að rannsókn málsins og aflaði margvíslegra sönnunargagna. Meðal annars fannst blóð í bíl Shelia og sýndi DNA-rannsókn að það var úr Skylar.

Þegar lögreglumenn spurðu Shelia af hverju Skylar hefði þurft að deyja svaraði hún: „Af því að okkur líkaði ekki lengur við hana.“

Shelia og Rachel

 

 

 

 

 

 

Rachel var dæmd í 30 ára fangelsi en Shelia í ævilangt fangelsi. Þær eiga báðar möguleika á að fá reynslulausn eftir 15 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist