fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Lavrov varar við hættunni á þriðju heimsstyrjöldinni – Úkraínumenn svöruðu að bragði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 05:59

Sergey Lavrov. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gærkvöldi að raunveruleg hætta sé á að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út og að ekki eigi að vanmeta þessa hættu.

Rússneskar fréttastofur skýrðu frá þessu. Segja þær að Lavrov hafi sagt að friðarviðræðum við Úkraínu verði haldið áfram en það þýði ekki að hættan á þriðju heimsstyrjöldinni sé úr sögunni.

Hann sagði hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni vera vegna spennu í friðarviðræðunum á milli Rússlands og Úkraínu og gagnrýndi hann nálgun Úkraínumanna til viðræðnanna. „Góður vilji hefur sín takmörk og ef hann er ekki gagnkvæmur þá er það ekki til að auðvelda viðræðurnar. En við höldum áfram viðræðum við samninganefnd Zelenskyy og verðum áfram í samskiptum,“ sagði hann.

Hann sakaði Úkraínumenn síðan um að sigla undir fölsku flaggi í friðarviðræðunum, þeir þykist bara eiga í samningaviðræðum. „Hann er góður leikari,“ sagði Lavror um Zelenskyy forseta sem var einmitt leikari áður en hann snéri sér að stjórnmálum.

Lavrov sagði einnig að stríðinu í Úkraínu muni að lokum ljúka með samningi en innihald hans muni ráðast af hernaðarlegri stöðu stríðsaðila á þeirri stundu sem samningar nást.

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, svaraði ummælum Lavrov að bragði á Twitter: „Rússar missa síðustu vonina um að hræða heimsbyggðina frá því að styðja Úkraínu. Af þeim sökum talið um „raunverulega“ hættu á þriðju heimsstyrjöldinni.  Þetta þýðir einfaldlega að Moskva áttar sig á yfirvofandi ósgri í Úkraínu. Af þeim sökum verður heimsbyggðin að auka enn stuðninginn við Úkraínu svo við getum sigrað og varið evrópskt og alþjóðlegt öryggi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi