fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
433Sport

Rúnar: Það var bara eitt lið á vellinum í dag

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 25. apríl 2022 20:35

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hafði betur gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn var leikur tveggja hálfleika, KR-ingar fengu fullt af færum í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir snemma í seinni hálfleik og náðu heimamenn ekki að skapa nóg til að jafna metin.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að leik loknum að KR hefði verið miklu betra liðið í dag.

„Það var bara eitt lið á vellinum í dag, við vorum miklu betri og hefðum átt að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik og klára þennan leik þá en þegar þú nýtir ekki færin þín þá endar þetta oft svona. Þeir skora þetta eina mark og svo lágu þeir bara í vörn og beittu skyndisóknum og við náðum ekki að spila nægilega vel út úr því. Þeir voru þéttir til baka og við náðum ekki að skapa neitt mikið í seinni.“

„Við náðum ekki að skapa okkur nógu mikið til að jafna. Ég er bara ósáttur við markið sem þeir skora, mjög ósáttur ég held að þetta hafi verið hugsanlegt brot rétt fyrir markið og er pirraður yfir því. Það er svekkjandi að fá svona mark í andlitið, mér finnst að við eigum að fá brot þarna, „ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

„Við vorum bara miklu betri en þeir og áttum að vinna,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum við Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirgefur Chelsea en verður mættur aftur fyrir HM

Yfirgefur Chelsea en verður mættur aftur fyrir HM
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City staðfestir kaupin á Egyptanum

City staðfestir kaupin á Egyptanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Van Nistelrooy er ósáttur

Van Nistelrooy er ósáttur
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Takk Snorri. Takk allir“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Takk Snorri. Takk allir“
Sport
Í gær

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel
433Sport
Í gær

Skriniar fer til Mourinho

Skriniar fer til Mourinho
433Sport
Í gær

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?