fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Verstu staðirnir til að stunda kynlíf – „Fyrirtækið komst að því þegar þau fóru“

Fókus
Laugardaginn 30. apríl 2022 19:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að það sé algengast að fólk stundi kynlíf í svefnherberginu heima hjá sér þá er það alls ekki eini staðurinn þar sem það er stundað. Það eru þó ekki allir staðir utan svefnherbergisins hentugir til kynlífs.

Í þræði á samfélagsmiðlinum Reddit voru netverjar spurðir hver væri versti staðurinn til þess að stunda kynlíf og voru svörin jafn áhugaverð og þau voru mörg. Sum svörin voru (vonandi) ímyndaðar aðstæður, einn netverji sagði til dæmis að versti staðurinn til að stunda kynlíf væri ofan á býflugnabúi.

Flest svörin voru þó á þá vegu að líklega hafa netverjarnir einhverja reynslu af þeim stöðum. Einn netverji segir til að mynda að versti staðurinn til að stunda kynlíf sé á bakvið skyndibitastað í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, við hliðina á ruslatunnu.

Annar netverji segir að versti staðurinn sé í hjólhýsi. „Foreldrar hennar voru fjórum og hálfum metra frá „herberginu hennar,“ segir hann. Þá segir einn að versti staðurinn sé „á gólfinu í sláturhúsi“. Enn annar netverji segir frá því þegar hann og fyrsta kærastan hans stunduðu kynlíf í fyrsta skipti – í rúmi ömmu hennar.

Í einni athugasemdinni segir netverji frá samstarfsfólki sínu sem ákvað að stunda kynlíf í vinnunni. „Ég vinn í kjarnorkuveri. Fyrir nokkrum árum ákváðu tveir starfsmenn að rugla saman reitum á stað sem er afar geislavirkur. Fyrirtækið komst að því þegar þau fóru í gegnum skannana á leiðinni út – þá var kjarnorkumengun á óvenjulegum stöðum.“

Nokkuð margir hafa sömu segja af sundlaugum og heitum pottum. „Svo blautt en samt svo þurrt,“ segir einn netverji og fleiri taka í svipaða strengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?