fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Páll svarar Bjarna fullum hálsi – Undrast vanþekkingu ráðherrans vegna reynslu hans af viðskiptavafningum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 25. apríl 2022 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi oddviti H-listans í Vestmannaeyjum, svarar Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, fullum hálsi í aðsendri grein á Vísi sem birtist fyrir stundu.

Eins og frægt er orðið birti Páll færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fullyrti að kunningi hans hefði grætt 10 milljónir á örskotsstundu með því að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og selja hlutinn daginn eftir.

Í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina hjólaði Bjarni í Pál,  og ekki síður fjölmiðla, og sagði málflutning fyrrum alþingismannsins ekki standast skoðun.

„Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni í þættinum.

Sendir pillu á Bjarna

Í greininni svarar Páll Bjarna og segja má að hann skóli ráðherrann til í viðskiptagjörningum.

„Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga – að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir – og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf,“ skrifar Páll hvass.

Hann segist vera sammála þeim sem segja að fjárhagslega hafi bankasalan gengið vel en klúðrið við framkvæmdina hafi skemmt allt. „Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá,“ skrifar Páll.

Segir sögu Páls breytast ört

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði síðar í dag fyrir sig og sagði sögu Páls taka örum breytingum.

„Nú sér Páll Magnússon frambjóðandi ástæðu til að árétta sögu sína um sölu manns á bréfum í Íslandsbanka daginn eftir útboð ríkisins.
Sagan hefur tekið miklum breytingum og er ekki lengur af manni sem tók þátt í útboðinu og seldi bréfin næsta dag. Nú fjallar hún um mann sem gerði afleiðusamning og seldi framvirkt nálægt hæsta gengi sem greitt hafði verið fyrir bréf í Íslandsbanka frá almenna útboðinu, 127. Dagslokagengið þennan dag, daginn eftir útboðið, var 124,6 og megnið af viðskiptum var á genginu 123 og 124.
Jafnvel þótt allt stæðist þetta skoðun; símtal að kvöldi og afleiðuviðskipti að morgni nálægt sögulega háu gengi, væri það engan veginn lýsandi fyrir dagana eftir söluferlið. Enda voru bréfin ekki afhent fyrr en 6 dögum eftir útboðið og meirihluti kaupenda hélt bréfum sínum eða bætti við sig. Um miðjan apríl hafði hluthöfum fjölgað um 125 frá útboðsdegi,“ skrifar Bjarni og bendir á að útboðsverðið hafi verið það sama og reglulega hafi verið í boði á markaði undanfarna mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar