fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Fasteign í Garðabæ veldur uppnámi – Vildu tæpar 14 milljónir í skaðabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. apríl 2022 22:35

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupendur að neðri hæð í húsi í Garðabæ voru ekki sáttir við ástand eignarinnar sem þeir töldu ekki í samræmi við upplýsingar í söluyfirliti. Viðskiptin áttu sér stað árið 2018. Meðal þess sem kaupendur voru ósáttir við var að viðgerð á sprunguskemmdun að utan var ábótavant og mikill leki og mygla stöfuðu af illa förnum gluggum á eigninni.

Dómur var kveðinn upp í skaðabótamáli sem kaupendur höfðuðu á seljendur eignarinnar í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Töldu kaupendu ágallana rýra verðgildi eignarinnar verulega og kröfðust skaðabóta upp á tæplega 14 milljónir króna og tilgreindu þar ýmsa kostnaðarliði vegna nauðsynlegra úrbóta, þar á meðal viðgerð við dren, tröppur, þak og glugga.

Húsið er frá árinu 1977 og taldi dómari ríka skoðunarskyldu hafa hvílt á kaupendunum. Seljendur hefðu ekki gerst sekir um saknæma háttsemi varðandi upplýsingagjöf um ástand eignarinnar. Tók dómarinn þó tillit til kostnaðar við steypuviðgerðir og gerði seljenndum skylt að greiða kaupendum rúmlega 1,1 milljón í skaðabætur. Hins vegar þurfa kaupendur fasteignarinnar að  greiða 1,5 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi