fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Enn og aftur lendir Einari Kárasyni og Gunnari Smára saman – „Þú ert bæði huglaus og heimskur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. apríl 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason rithöfundur hefur lýst því yfir að hann vilji ekki koma nálægt mótmælafundum gegn söluferlinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem haldnir eru hvern laugardag á Austurvelli. Ástæða óbeitar Einars á fundahaldinu er sú að fundirnir eru á vegum Sósíalistaflokks Íslands, meðal annarra. Í FB-hópi flokksins segist Einar hvað eftir annað hafa lesið skrif þar sem innrás Rússa inn í Úkraínu er varin.

Á laugardag sagði Einar á Facebook-síðu sinni:

„Forystumenn og stofnendur „Sósíalistaflokksins“ hafa útskýrt og réttlætt morðárásir Rússa á Úkraínufólk. Á þeim er að skiljast að sanngjarnt sé að börn, sjúklingar og gamalmenni séu drepin, vegna útþenslustefnu Vesturlanda. Á meðan lið sem þannig talar er með í að efna til mótmæla á Austurvelli, þá held ég mig fjarri þeim.“

Ólína Þorvarðardóttir var á meðal ræðumanna á mótmælafundinum síðasta laugardag og birti hún myndir frá fundinum á Facebook-síðu sinni. Í ummælakerfinu fyrir neðan færsluna skrifar Einar:

„Sósíalistaflokkurinn skilur mjög vel morðárásir á fólk í Úkraínu. Maður er ekki með þeim á fundi.“

Ólína bendir Einari á að margir hafi staðið að fundinum, meðal annars ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Að blanda Úkraínustríðinu inn í þetta mál sé ómálaefnalegt og óskiljanlegt.

Gunnar Smári Egilsson, einn helsti stofnandi Sósíalistaflokksins, skrifaði:

„Og þó allir ræðumenn hafi verið í Sósíalistaflokknum, hvað væri að því? Eiga Sósíalistar að nú að þegja? Af því Einar Kárason er pólitískt ólæs? Og það eru miklu fleiri en einn sósíalisti sem stóð að undirbúningnum, í raun væri rétt að segja að þeir hafi borið hitann og þungan af undirbúningnum, þótt þeir séu ekki að flagga því eða troða sér að hljóðnemunum.“

Einar var ekkert að skafa utan af því í svari sínu við þessu innleggi Gunnars Smára:

„En ekki má samt gleyma því að þú ert bæði huglaus og heimskur.“

Gunnar Smári bregst við þessum ummælum með því að bjóða hinn vangann:

„ævinlega kærar þakkir elskulegur“

Og Einar svaraði að bragði:

„Hvenær sem er kæri vin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur“

„Ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu