fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Starfsfólk flýr Sandgerðisskóla vegna viðbragða við meintu kynferðisáreiti kvenkyns stjórnanda gegn 18 ára karlkyns starfsmanni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. apríl 2022 21:06

Sandgerðisskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir starfsmenn Sandgerðisskóla hafa sagt upp störfum við skólann nýlega. Er ástæða uppsagnanna tengjast óánægju með viðbrögð Suðurnesjarbæjar við meintu kynferðisáreiti kvenkyns stjórnenda gagnvart 18 ára karlkyns starfsmanni. Hinn meinti gerandi situr einnig í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar. Fréttablaðið greinir frá þessu en samkvæmt heimildum blaðsins hafa tveir starfsmenn sagt upp störfum en DV hefur borist til eyrna að þeir séu jafnvel fleiri.

Fram hefur komið að máli varð kært til lögreglu en rannsókn þess síðar felld niður vegna ónægra sannanna. Aðilar málsins hittust í kjölfarið á sáttafundi þar sem málinu var lokið af þeirra hálfu, en mikil óánægja grasserar innan skólans vegna þess hvernig tekið var á málinu af stjórnendum og ekki síst bæjarfélaginu.

Þannig setti þolandinn inn færslu á Instagram með samskiptum sínum við umrædda konu en þá hafi bæjaryfirvöld sett sig í samband við lögmann piltsins og beðið hann um að fjarlægja færsluna og hótað viðkomandi brottrekstri. Að auki var hann hvattur af bæjaryfirvöldum að fara aðra leið í málinu en að setja það í kæruferli.

Fréttablaðið hefur eftir Jenný Halldórsdóttur, sérkennara sem nýlega sagði upp störfum vegna málsins, að umhverfið innan skólans sé orðið eitrað.

„Ástandið innan veggja skólans versnaði mikið eftir sáttafund sem deildarstjórinn og meintur þolandi áttu með lögmönnum sínum. Hann gekk þokkalega sáttur frá þeim fundi en fljótlega eftir þann sáttafund fóru sögur að berast um bæinn, að hann hefði verið að ljúga um áreitið,“ segir Jenný. Að hennar sögn má allt eins búast við fleiri uppsögnum vegna málsins.

„Fagmenntað fólk er að hrökklast úr störfum sínum þar sem það er ósátt við þöggunina og gerendameðvirkni sem fær að viðgangast. Að auki finna starfsmenn fyrir óöryggi í starfi, ef þeir myndu sjálfir lenda í slíku áreiti,“ segir hún og bætir við að deildarstjórinn gangi brosandi um gangana líkt og ekkert hafi í skorist.

Aðspurð segir Jenný  að skólastjórnendur hefðu viljað ganga lengra með málið en bæjarstjórn stoppi það af.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu