fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ingvi Hrafn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir hnífsstungu á Sushi Social

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. apríl 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvi Hrafn Tómasson var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir hnífstunguárás á veitingastaðnum Sushi Social í Þingholtsstræti þann 6. apríl í fyrra.

Var Ingva gefið að sök að hafa veist að fórnarlambi sínu með hníf þannig að hann hlaut fimm skurði á líkama sinn, einn við vinstri öxl og fjóra á vinstri handlegg. Segir í ákærunni að skurðirnir hafi verið 2,5 – 5 sentimetra langir og tveir þeirra náð niður í vöðva.

Ingvi Hrafn játaði sök í málinu en mennirnir höfðu eldað grátt silfur saman um skeið og hótanir gengið á víxl. Að endingu mæltu mennirnir sér mót á veitingastaðnum til þess að útkljá málin og voru báðir í sátthug. Allt kom þó fyrir ekki og upp úr sauð á fundinum með fyrrgreindum afleiðingum.

Fyrir dómi hélt Ingvi Hrafn því fram að brotaþoli hefði lagt hníf á borð fyrir framan og ógnað honum. Brotaþoli kvaðst hins vegar hafa verið vopnlaus. Þá hélt Ingvi Hrafn því fram að hann hafi reynt að afvopna brotaþola í átökunum og að hann hafi aðeins ætlað að stinga hann í handlegginn.

DV sagði frá árásinni í frétt á sínum tíma og birti  myndband sem aðrir gestir veitingastaðarins tóku af átökunum. Í málinu var einnig til grundvallar myndband úr eftirlitsmyndavél staðarins sem studdi við frásögn brotaþola.

Sjá nánar: Harkaleg slagsmál á Sushi Social í gær

Var framburður Ingva Hrafns metinn ótrúverðugur og var það niðurstaða dómsins að miðað við myndbandsupptökur hafi árásin hafi verið heiftúðug og fjarstæðukennt að ætla að Ingvi Hrafn hafi aðeins ætlað að stinga brotaþola í handlegginn.

Samkvæmt sakavottorði Ingva Hrafns a frá 11. nóvember 2021 á hann að baki sakaferil frá árinu 2012 en á því tímabili hefur hann tíu sinnum hlotið skilorðs-eða óskilorðsbundna refsingu, fangelsi eða sekt, vegna ýmissa brota gegn almennum hegn-ingarlögum, umferðarlögum, lögum um ávana-og fíkniefni og tollalögum.

Þá hlaut Ingvi Hrafn í október þriggja ára fangelsisdóm fyrir að hafaí júní síðasta sumar beint hlaðinni skammbyssu að einstaklingum og lögreglumönnum á nokkrum stöðum í Reykjavík, meðal annars við kaffistofu Samhjálpar.

Mat dómurinn sem svo að 15 mánaða fangelsisdómur væri hæfileg refsing og auk þess semIngvi Hrafn var dæmdur til að greiða brotþola 500 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hann að greiða málskotnað hans upp á 400 þúsund krónur sem og málsvarnarlaun verjanda síns og annan sakakostnað upp á tæplega 2 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg