fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Vilja reisa þjóðarleikvang á Suðurnesjum – „Staðsetningin er tilvalin“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. apríl 2022 13:31

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um þjóðarleikvanga að undanförnu þar sem Ísland er frekar aftarlega á báti þegar kemur að þeim. Þjóðarleikvangurinn í knattspyrnu er löngu kominn til ára sinna og þjóðarleikvangur fyrir handbolta og körfubolta er í rauninni ekki til staðar.

Þá hefur einnig verið mikið talað um það hvar mögulegir nýjir þjóðarleikvangar eiga að rísa. Flestir vilja sjá þá rísa í sínum eigin bæjarfélögum og er engin undantekning gerð á því í pistli sem birtist á Vísi í dag.

Pistillinn sem um ræðir er skrifaður af þeim Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco, Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, Ásgeiri Eiríkssyni, bæjarstjóra Voga, Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar og Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

„Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað,“ segja þeir féleagar í upphafi pistilsins.

Bæjarstjórarnir og framkvæmdastjórinn leggja það til að þjóðarleikvangur fyrir handbolta og körfubolta verði byggður á Suðurnesjum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds?“ spyrja þeir í pistlinum.

„Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum.“

Þeir benda á að í Danmörku séu handboltalandsleikir oftast spilaðir í höfuðborginni Kaupmannahöfn en þó einnig í Herning eða Álaborg, sem eru í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. „Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum,“ segir í pistlinum.

„Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar