Lögreglumenn höfðu aftur afskipti af 16 ára dreng með sama litarhaft og strokufanginn Gabríel Douane Boama í morgun. Móðir drengsins greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum en um er að ræða sama dreng og var tekinn í misgripum í strætisvagni í gær „Þetta er ekki bara lögregluvandamál, þetta er samfélagslegt vandamál,“ sagði móðir drengsins í færslunni.
Þessar misheppnuðu aðgerðir lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum og ljóst er að mikil reiði hefur vaknað hjá fólki vegna þeirra. Notast hefur verið við skammstöfunina A.C.A.B. sem stendur fyrir „all cops are bastards“ eða „allar löggur eru bastarðar“ en skammstöfunin hefur verið mikið notuð þegar verið er að mótmæla aðgerðum lögreglunnar í Bandaríkjunum.
Í færslunum er talað um kerfisbundinn rasisma í íslensku samfélagi og er spjótunum bæði beint að lögreglunni og þeim sem höfðu samband við lögregluna og tilkynntu henni að um strokufangann væri að ræða. Fjölmargir velta því fyrir sér hvers vegna lögreglan tók þessum tveimur ábendingum svona alvarlega, strokufangar séu ekki líklegir til að sitja í makindum sínum í strætisvagni eða þá í bakaríi ásamt móður sinni.
Þá furða margir sig á viðbrögðum lögreglu við ábendingunum. Rætt er um að betur hefði verið hægt að athuga hvort að um réttmæta ábendingu hafi verið að ræða, með því að senda til dæmis fyrst óeinkennisklæddann lögregluþjón á vettvang – sá gæti þá séð hvort að strokufanginn sé í raun og veru á svæðinu.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur að segja um málið á samfélagsmiðlinum Twitter:
Algengustu felustaðir strokumanna eru Strætó og Bakarí!
Er þetta lögreglan í Andabæ?
— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 21, 2022
Police in Iceland have twice in two days apprehended the same 16 year old boy.
They are looking for someone else but this kid keeps being grabbed just because they both have dark skin.
— Halli (@iamharaldur) April 21, 2022
Hey @logreglan …
Spurning hvort þið setjið bleikan post-it miða á öll börnin sem þið eruð BÚIN að ráðast á? Bara hugmynd…
— Kötturinn (@AtliKisi) April 21, 2022
Spurning að gefa lögreglunni nokkra kassa af þessu spili pic.twitter.com/5vkiKVGFED
— Kolka Rist (@kolkawrist) April 21, 2022
Aðgerðir lögreglu verða að vera fyrir ofan vitsmunalegt frostmark og þetta er allt svo vandræðalegt í ljósi þess að ríkisstjórnin er nýbúin að lögleiða hversdagslegan rasisma hann er búinn að segja fyrirgefðu og allt það og gleðilegt sumar meðalgreinda þjóð.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 21, 2022
16 ára krakkar að byrja í menntaskóla. Varla orðið drukkin, kannski ekki búin að fara í sleik, búa í herbergi hjá foreldrum sínum, voru í grunnskóla bara í fyrra, tvisvar tekin af lögreglunni eingöngu vegna húðlitar á tveimur dögum, ennþá í stæ 103,…
— Alma Mjöll Ólafsdóttir (@AlmaMjoll) April 21, 2022
Leggjum niður lögregluna
— ináM rigÆ (@aegirereg) April 21, 2022
Ég skal veðja umtalsverðum upphæðum upp á að viðbrögðin við racial profiling löggunnar verði að kyssa á bágtið og splæsa í jafnréttisfræðslu á línuna. Öll heimsins fræðsla mun samt aldrei laga stofnun sem hefur einkarétt á beitingu ofbeldis og það hlutverk að vernda fólk með völd
— Íris Ellenberger (@sverdlilja) April 20, 2022
Lögreglan í gær: leiðinlegt að sérsveitin hafi ráðist á og ætlað að handtaka saklausan strák eftir racial profiling. Þetta er áhyggjuefni.
Lögreglan í dag: reynir aftur að handtaka sama strákinn!
En nei, rasismi er ekki kerfisbundið vandamál í íslensku samfélagi!— Sema Erla (@semaerla) April 21, 2022
Algjörlega óásættanlegt að svona kynþattahatur fái að liðast hér á landi!
Eftir höfðinu dansa limirnir – meðan leiðtogar í ríkisstjórn hegða sér á sama máta breytist ekkert hjá stofnunum sem undir þá heyra! https://t.co/Tobep28EEs
— Gisli Olafsson (@gislio) April 21, 2022
Traust lita dara einstaklinga til lögreglu var litið en hefur fallið með þessu. Að vita að ef svartur einstaklingur með eins har og ég hefði framið glæp og sloppið gætir lögreglan tekið mig. Thats scary to think about.
— valakreynis💙💛 (@valakreynis1) April 21, 2022
Heldur lögreglan að eftirlýstur maður skreppi bara í bakarí eins og ekkert sé sjálfsagðara https://t.co/335QuxcvcP
— Erna Bjarnadóttir (@grenjaskytta) April 21, 2022
lögreglan í gær: "okkur finnst þetta mjög leiðinlegt en þetta var sko ekki racial profiling"
lögreglan í dag: pic.twitter.com/6aAJPINNmE
— sunneva 🏳️⚧ (@kynjaveira) April 21, 2022
Þetta er svo galið dæmi. Auðvitað þarf lögreglan að fylgja eftir ábendingum, en hversu flókið er að senda óeinkennisklæddan lögreglumann inn fyrst til að kanna málið?
Fyrir utan það hversu ólíklegt sé að strokufangi feli sig í strætó eða bakaríi.
Þetta er ekki í lagi.
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) April 21, 2022
Þegar ég var í grunnskóla voru fimm strákar í bekk með mér sem hétu allir annað hvort kristófer eða kristján, allir með dökka húð. Aldrei nokkurn tímann ruglaðist neinn á þeim samt. Ekki frekar en okkur hvítu krökkunum🥲 Hvernig getur lögreglan afsakað sig núna? U can’t
— Kara Kristel (@karafknkristel) April 21, 2022
Lögreglan er shitty performance art.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 21, 2022
Ég er enginn Sherlock en hélt lögreglan að eftirlýstur maður væri bara að chilla í strætó?
— Gunnar Bergmann (@GunniBer) April 21, 2022
Lögreglan er bara eitt stórt PR lestarslys
— Gaui (@gaui_ingi) April 21, 2022
Af hverju heldur lögreglan að einhver sem er að flýja lögregluna sé að taka strætó og fara í bakarí?
— Dís (@alfadisss) April 21, 2022
Lögreglan: Við erum öll að reyna að stöðva fordóma í samfélaginu pic.twitter.com/uED3H7p0Hb
— Henrý 🇺🇦 (@henrythor) April 21, 2022
Góðan dag elskurnar þetta er góður dagur til að muna að það sem gerðist í gær var racial profiling og að lögreglan er rasísk stofnun og auðvitað að ríkistjórnin er spillt, gleðilegt sumar ✌️❤️
— Daníel Freyr (@Hellyessdaniel) April 21, 2022
Pælið í að vera saklaust 16 ára barn og þú getur ekki farið í strætó eða bakarí því löggan er ítrekað að áreita þig útaf hörundslit. Hver verndar fólk undan lögreglunni?
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) April 21, 2022
Hversu vitlaus er lögreglan að halda að strokufangi sé að taka strætó eða borða kjallarabollu í bakarí með mömmu sinni?
— Árni Torfason (@arnitorfa) April 21, 2022
Held að það sé einhver vakning í gangi – fleiri og fleiri eru hætt að sitja hljóð hjá þegar misrétti og spilling opinberast. En betur má ef duga skal. Nú þarf úthald.
— Hanna Björg (@HannaBVilhj) April 21, 2022
acab
— 🐀 (lilja) (@smjorfluga) April 21, 2022
Ég er svo orðlaus og sorgmædd.
Það er fyrir löngu tímabært að við hvíta forréttindafólkið setjumst niður og hlustum.. og ekki minna mikilvægt að við nýtum forréttindi okkar til að fordæma rasisma.Ég stend með ykkur❤️
— Ólöf Tara (@OlofTara) April 21, 2022
Fátt lýsir Íslendingum betur en „maðurinn í Teslunni“. 💔
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) April 21, 2022
All black people look the same now? Vá hvað þetta er ruglað
— anna (@annasonde) April 21, 2022
Ef þú ert með síma til að hringja í lögguna þá ertu líka með síma til opna internetið og athuga hvort tvær manneskjur eru líkar í alvörunni eða hvort þú sért bara rasisti.
— Anna Jakobína 🦒 (@Annajakobina1) April 21, 2022