fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Hraunað yfir lögregluna: „Algjörlega óásættanlegt“ – „Hvernig getur lögreglan afsakað sig núna?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 15:57

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn höfðu aftur afskipti af 16 ára dreng með sama litarhaft og strokufanginn Gabríel Douane Boama í morgun. Móðir drengsins greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum en um er að ræða sama dreng og var tekinn í misgripum í strætisvagni í gær „Þetta er ekki bara lögregluvandamál, þetta er samfélagslegt vandamál,“ sagði móðir drengsins í færslunni.

Þessar misheppnuðu aðgerðir lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum og ljóst er að mikil reiði hefur vaknað hjá fólki vegna þeirra. Notast hefur verið við skammstöfunina A.C.A.B. sem stendur fyrir „all cops are bastards“ eða „allar löggur eru bastarðar“ en skammstöfunin hefur verið mikið notuð þegar verið er að mótmæla aðgerðum lögreglunnar í Bandaríkjunum.

Í færslunum er talað um kerfisbundinn rasisma í íslensku samfélagi og er spjótunum bæði beint að lögreglunni og þeim sem höfðu samband við lögregluna og tilkynntu henni að um strokufangann væri að ræða. Fjölmargir velta því fyrir sér hvers vegna lögreglan tók þessum tveimur ábendingum svona alvarlega, strokufangar séu ekki líklegir til að sitja í makindum sínum í strætisvagni eða þá í bakaríi ásamt móður sinni.

Þá furða margir sig á viðbrögðum lögreglu við ábendingunum. Rætt er um að betur hefði verið hægt að athuga hvort að um réttmæta ábendingu hafi verið að ræða, með því að senda til dæmis fyrst óeinkennisklæddann lögregluþjón á vettvang – sá gæti þá séð hvort að strokufanginn sé í raun og veru á svæðinu.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur að segja um málið á samfélagsmiðlinum Twitter:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð