fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Ingibjörg vonar að strokufanginn Gabríel fái alla þá hjálp sem mögulegt er – „Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um hann“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 13:37

Gabríel Douane Boama

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit stendur enn yfir af tvítuga strokufanganum Gabríel Douane Boama sem strauk frá lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur á þriðjudaginn. Þar stóð yfir aðalmeðferð í máli þar sem Gabríel er grunaður um að hafa í félagi við aðra menn neytt mann til þess að millifæra á sig 892 þúsund krónur með hótunum um líkamsmeiðingar og líflát.
Þrátt fyrir ungan aldur er afbrotaferill Gabríels skuggalegur en hann var fyrst ákærður fyrir ofbeldisbrot aðeins 16 ára gamall og hefur síðan margsinnis komist í kast við lögin.
Því miður hefur talsvert borið á rasískum og miðurfallegum athugasemdum í garð Gabríels á samfélagsmiðlum fjölmiðla. Ingibjörg Ottesen, sem kynntist Gabríel á táningsaldri, fékk þá nóg og skrifaði pistil um kynni sín af pilti sem vakið hefur talsverða athygli. . Gabríel hafi verið hlýr og elskulegur strákur sem villst hafi af leið.
Ingibjörg Ottesen

Kurteis og elskulegur í alla staði

„Mig langar til að segja ykkur frá kynni mín af ungum dreng, sennilega var hann þrettán ára. Ég tók strax eftir honum, hávaxinn fallegur og ekki síður góðlegur og brjálæðislega efnilegur körfuboltastrákur. Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um hann, kurteis og elskulegur í alla staði svo voru foreldrar og systkini hans einnig oft niður í Valsheimili svo ég kynntist þeim líka. Elskulegt fólk í alla staði,“ skrifar Ingibjörg.

Dóttursonur hennar og Gabríel urðu bestu vinir og því kom Gabríel oft í heimsókn á heimili hennar þar sem hann var aufúsugestur. Hún hafi síðast hitt Gabríel fyrir tæpum þremur árum síðan og þá orðið þess áskynja að eitthvað væri öðruvísi við hann þó hann væri samt ennþá hlýr og kurteis. Hún hafi svo í vetur heyrt frá körfuboltamóður sem hún þekkir að Gabríel hefði villst af leið í lífinu og væri sennilegast að berjast við fíkniefnadjöfulinn.

„Hvað fór úrskeiðis? Ég varð aldrei vör við neitt sem benti til þess að svona færi fyrir honum, en hversu oft höfum við séð mannvænlegustu börn verða að ógæfufólki?,“ spyr Ingibjörg. Að hennar mati höfum við misst alltof mikið af ungu fólki vegna slælegra úrræða og nauðsynlegt sé að tekið verði á málum og forgangsraðað á annan hátt.

Sláandi rasismi á körfuboltaleik

Segja má að stærstu tíðindin varðandi flótta Gabríels frá réttvísinni hafi verið tvö atvik þar sem lögregla tók sama 16 ára drenginn í misgripum fyrir strokufangann. Höfðu vegfarendur sent inn tilkynningu um ferðir drengsins á grundvelli þess að hann er dökkur á hörund eins og Gabríel.
Ingibjörg segist sjálf hafa upplifað sláandi rasisma í garð Gabríels. Rasismi sé mögulega djúpstæðari í íslensku samfélagi en við viljum viðurkenna.
„Ég man eftir einu atviki fyrir 6 árum sem sló mig. Gabríel var valinn í lið upp fyrir sig, enda ofboðslega efnilegur. Mamma hans sat nálægt mér og það var einhver strákur þarna kannski 15-16 ára og fór að segja svo við heyrðum að Gabríel væri svo góður í körfubolta af því hann væri fæddur til að sveifla sér í trjánum. Ég man þetta ekki orðrétt, ég varð undrandi og hélt að mamma hans yrði brjáluð, en hún var hin rólegasta,“ segir Ingibjörg.
Hún segir hafa rætt málið málið við dótturson sinn sem sagði að slíkar uppákomur varðandi Gabríel gerðust reglulega. Íslendingar væru einfaldlega rasistar að hans mati.
„Ég vona svo sannarlega að Gabríel finnist sem allra fyrst og það verði hægt að hjálpa honum til að verða það sem ég held að hann sé í raun og veru,“ skrifar Ingibjörg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“