Tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir frumsýndi í morgun nýtt lag og myndband á efnisveitunni Youtube. Lagið, sem heitir Everyting I Know About Love, hefur á nokkrum klukkustundum fengið yfir 10 þúsund áhorf sem er til marks um hversu hratt frægðarsól hinnar einstöku söngukonu vex.
Laufey Lin stundaði tónlistarnám í Berklee-tónlistarskólanum í Boston og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Í janúar á þessu ári kom hún fram í hinum heimsþekkta sjónvarpsþætti Jimmy Kimmel og flutti þar lagið sitt Like the Movies.