Að því er best er vitað er strokufanginn Gabríel Douane Boama enn á flótta undan réttvísinni. Fyrr í morgun staðfesti lögregla að hans væri enn leitað og engar fregnir hafa enn borist af handtöku. Gabríel strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur um sjöleytið í kvöld þegar mál hans var þar til meðferðar. Fréttablaðið vakti síðan athygli á því að strokufanginn hefði setti inn færslur á Instagram-síðu sína, tveimur klukkustundum áður en lögregla lýsti formlega eftir honum, og merkti hana meðal annars með staðsetningu í Vesturbæ Reykjavíkur.
Málið sem tekið var fyrir í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærkveldi snýr að ráni sem átti sér stað í júlí 2021. Þar þvingaði Gabríel, ásamt fjórum samverkamönnum sínum, einstakling til þess að millifæra 892 þúsund krónur af bankareikningi sínum í gegnum síma með hótunum um líkamsmeiðingar og líflát. Var upphæðin millifærð í þremur færslum inn á bankareikning Gabríels. Auk þeirrar ákæru hefur DV undir höndum aðra ákæru í fjölmörgum liðum þar sem Gabríel er ákærður fyrir ýmis brot.
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítgur að aldri á Gabríel langan ofbeldisferil að baki. Hann var fyrst ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2018 ásamt tveimur öðrum fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – þá aðeins sextán ára að aldri. Þremenningarnir veittust þar að tveimur mönnum og slógu þá margsinnis í höfuð og búk auk þess að sparka í búk þeirra eftir að fórnarlömbin féllu í jörðina. Hlutu fórnarlömbin margvíslega áverka, meðal annnars úlnliðsbrot.
Þá var Gabríel ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa í september 2019 ítrekað hótað lögreglumönnum við skyldustörf líkamsmeiðingum og lífláti í anddyri og fyrir utan Hótel Apótek í Austurstræti. Hótanirnir héldu svo áfram á meðan leið lá á lögreglustöðina við Hverfisgötu og þar innandyra einnig.
Þávakti það þjóðarathygli þegar Gabríel, sem var ekki nafngreindur í fjölmiðlum á þeim tíma, var handtekinn eftir blóðuga árás í Borgarholtsskóla í janúar í fyrra. Fjórir nemendur voru fluttir á slysadeild eftir árásina þar sem hafnaboltakylfa og hnífar fóru á loft.
Hálfu ári síðar átti sér stað önnur meint líkamsárás sem Gabríel var ákærður fyrir í félagi við annan mann. Þar áttu tvímenningarnir að hafa veist að öðrum manni og slegið hann í andlitið með kylfu. Þá var Gabríel einnig ákærður fyrir að hafa slegið annan mann í lærið með kylfunni í kjölfarið.
Þá birti DV myndband af hrottalegri árás þar sem mikill fjöldi fólks með Gabríel í broddi réðst að einum manni við Dalveg í Kópavogi í ágúst 2021. Gabríel var ákærður fyrir að slá manninn nokkrum sinnum í höfuð, taka hann hálstaki og hélt honum meðan aðrir slógu hann í andlitið, felldi hann í jörðina og sló og sparkaði nokkrum sinnum í höfuð mannsins og búk. Af þessu hlaut fórnarlambið innkýlt brot í nefbeinum, opið sár á vör og munnholi, sár og mar á eyra og mar í kringum auga.
Þá var Gabríel ákærður fyrir að ráðast gegn 22 ára gamalli stúlku á Prikinu í október 2021 og slegið hana í andlitið. Að auki hefur Gabríel verið ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum og stuld úr ÁTVR.
Að ofansögðu má leiða að því líkum að Gabríel eigi yfir höfði sér þungan dóm þegar hann kemst undir hendur réttvísinnar.