fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Svona geta Þjóðverjar „pirrað“ Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 11:00

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa þeir verið beittir hörðum refsiaðgerðum af Vesturlöndum og bandamönnum þeirra. Aðgerðirnar eru farnar að hafa mikil áhrif á rússneskt efnahagslíf en ekki nægilega miklar að margra mati því enn hefur ekki verið lokað á kaup á rússnesku gasi og olíu.

Evrópuþjóðir kaupa mikið af gasi og olíu frá Rússlandi og hafa verið hikandi við að hætta því þar sem það mun valda þeim miklum vandræðum.

En um páskana stakk Robert Habeck, varakanslari Þýskalands og viðskipta- og innanríkisráðherra, upp á nýstárlegri aðferð til að „pirra“ Vladímír Pútín Rússlandsforseta.

Hann stakk upp á því að fólk reyni að hjóla eða ferðast með lestum í stað þess að nota bíla sína. Það sé gott fyrir veskið og muni pirra Pútín. Hann sagði að það skipti miklu máli ef Þjóðverjum tekst að draga úr orkunotkun sinni um tíu prósent.

Hann hvatti einnig fyrirtækjaeigendur til að láta starfsfólk vinna heima einn eða tvo daga í viku til að spara eldsneyti við ferðir til og frá vinnu.

Um 40% af því gasi sem er notað í Evrópu er keypt frá Rússlandi og 27% af þeirri olíu sem notuð er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn