fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Stjórnarformaður Gray Line selur hönnunarhöllina í Úlfarsárdalnum

Fókus
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, og eiginkona hans, Ruth Melsted lyfjatæknir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Úlfarsárdalnum á sölu.

Húsið, sem var byggt 2019,  er hið glæsilegasta og hefur engu verið til sparað, en húsið var teiknað af Kára Eiríkssyni arkitekt og innanhússhönnun var í höndum Valgerðar Á. Sveinsdóttur. Lóðahönnuður var svo Ólafur Melsteð landslagsarkitekt.

Í húsinu má finna sérsmíðaðar innréttingar frá Eldhúsvali, hurðar frá Smíðastofu Sigurðar R. Ólafs ehf, gólfefni frá Birgisson og svo er Hager EASY hússtjórnunarkerfi frá Rönning í húsinu. Að sjálfsögðu má svo finna verönd með hitabræðslu og heitan pott, en lóðin er gríðarlega stór eða um 927 fermetrar og er innri lóðin afgirt með steyptum veggjum.

Húsið sjálft er á tveimur hæðum. Á þeirri neðri má finna stóra hjónasvítu með baðherbergi, tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og svo bílskúrinn en inn af honum er annað baðherbergi. Efri hæðin skiptist í stóra skrifstofu eða sjónvarpsherbergi með sérsmíðuðum innréttingum og stórri bókahillu. Þar má einnig finna gestasnyrtingu. Svo er stórt rými sem er opið og skiptist í eldhús, stofu og borðstofu. Þar má finna fallegan arin og glæsilega eldhúsinnréttingu með svakalega miklu skápaplássi.

Ekki er neitt ásett verð á eigninni heldur er óskað eftir tilboðum. Fasteignamatið er þó rétt tæpar 133 milljónir svo hæpið er að eignin fari undir því verði.

Hér má lesa nánar um eignina

Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu