Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að nú sé þess beðið hvaða skref Katrín ætli að taka til að reyna að lægja öldurnar, bæði í VG og í samfélaginu. Hún hefur verið erlendis síðustu daga en mun tjá sig um framhald málsins við fjölmiðla í dag að sögn Hennýjar.
Blaðið segir að lykilfólk innan VG hafi ekki vilja tjá sig um málið og bíði nú eftir útspili Katrínar. Bjarni Jónsson, þingmaður VG, hefur gagnrýnt framkvæmd útboðsins og krafist afsagnar bæði stjórnar og forstjóra Bankasýslu ríkisins.
Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, sagði óásættanlegt að Ríkisendurskoðun rannsaki sölu hlutabréfanna en ekki sérstök rannsóknarnefnd. Ríkisendurskoðun skorti heimild til að rannsaka svona alvarlegt mál ofan í kjölinn.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.