fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Blóðuga Inkagyðjan – Makalaus lygasagan að baki hryllingsins í hellinum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 18:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 14 ára Sebastian Guerrero hafði heyrt af því að það væru faldir fjársjóðir í hellunum í Sierra Madre Oriental fjöllunum í Mexíkó og í maí árið 1963 rak forvitnin hann til að kanna orðróminn með eigin augum. Þegar hann kom að hellunum sá hann birtu koma úr einum hellismunanna og læddist til að sjá hvernig á því stæði.

Vampírur

Síðar sama dag kom Sebastian móður og másandi eftir tuttugu og fimm kílómetra hlaup inn á lögreglustöð í nálægum bæ og sagðist hafa séð vampíru í hellinum. Hann var skelfingu lostinn og hikstaði upp úr sér að hafa sé konu sjúga blóð úr mannshjarta en lögregla trúði ekki unglingum og  ók honum heim til þorpsins hans.

Magdalena á yngri árum.

En Sebastian var ekki af baki dottinn og mætti aftur á lögreglustöðina daginn eftir og grátbað lögreglu að fara í hellinn þar sem vampírur væru að gera hræðilega hluti. Aðeins einn lögreglumannanna, Luis Martinez, sýndi sögu hans nokkurn áhuga og bauðst hann til að fylgja Sebastian að hellinum til að kanna hvað gengi á.  Hvorugur þeirra átti eftir að snúa til baka. Þegar leið á kvöldið fóru aðrir lögreglumenn að hafa áhyggjur af kollega sínum og töldu Luiz hugsanlega hafa villst í myrkri fjallanna. Lögreglan hafði samband við herinn sem þegar sendi af stað leitarsveitir.  Þegar hermenn komu að hellismunanum sem Sebastian hafði rambað á fylltust þeir þvílíkri skelfingu að margir þeirra jöfnuðu sig aldrei. Og smám saman kom í ljós hvaða hrylling hellirinn í fjallinu hafði að geyma. 

Hugmynd að glæp

Ári áður höfðu tveir smáglæpamenn, bræðurnir Santos and Cayetano Hernandez, verið peningalausnir og dottið í hug brella til að ræna saklaust fólk. Það eina sem þeir þurftu var þokkalega einangrað þorp af ómenntuðu og helst ólæsu fólki.  Þeir fóru að líta í kringum sig eftir slíku og duttu fljótlega niður á hárrétta staðinn, þorp að nafni Yerba Buena.

Hernandez bræðurnir héldu til þorpsins og með búningum og ódýrum töfrabrögðum fengu þeir þorpsbúa til að trúa því að þeir væru spámenn forns Inkaguðs. Lofuðu þeir íbúunum gulli og gersemum sem faldir væru í hellum fjallanna ef þorpsbúar myndu hlýða þeim í einu og öllu og láta allar þeirra veraldlegu eigur í þeirra hendur. Þeir kröfðust einnig að ungar stúlkur þorpsins væru til staðar allan sólahringinn til kynlífsathafna ella yrði öllum bráður bani. Þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu í sögu og trúarbragðafræði Inka ættbálkanna var þeim trúað og næstu tvo mánuði lifðu bræðurnir í velsæld á kostnað þorpsbúa auk þess að níðast á stúlkum þorpsins. En pirringur íbúa þorpsins eftir ríkidæminu jókst jafnt og þétt þar til bræðurnir sáu fram á að eitthvað þyrftu þeir meira að gera til að halda hinu ljúfa lífi á kostnað þorpsbúa gangandi. Þeir fóru því til næstu borgar og fundu hina 15 ára gömlu vændiskonu Magdalenu Solis sem þeir lofuðu ríflegri greiðslu ef hún kæmi með þeim til þorpsins og þættist vera forn gyðja Inka. Magdalena hafði engu að tapa og í skjóli myrkur laumuðu Hernandez bræðurnir henni og bróður hennar til Yerba Buena.

Gyðjan

Þeir komu Magdalenu  fyrir í helli og klæddu upp hana upp í eins prinsessulegan búning og þeim datt í hug áður en þeir kölluðu þeir á þorpsbúa til að kynna þá fyrir hinni endurbornu gyðju. Í hellinum notuðu bræðurnir aftur grunnkunnáttu sína í töfrabrögðum og áður en varði birtist gyðjan fram úr reykmekki með bjölluóm og tónlist. Skelfingu lostnir þorpsbúarnir fóru á hnén og lofuðu gyðjunni að hlýða hverri hennar skipan.

Ótímasett fangelsismynd af Magdalenu Solis.

Hin unga Magdalena lagði allt sitt í hlutverkið, meira svo en bræðurnir höfðu til ætlast, og áður en varði stjórnaði hún þorpinu með mun harðari hendi en jafnvel þeir höfðu gert. Líkt og bræðurnir krafðist Magdalena alls kyns kynferðislegra athafna af hendi fylgismanna sinna og neyddi þá til að stunda ofbeldisfull kynsvöll í hellinum. Hún krafðist einnig blóðs til drykkjar og hótaði íbúum kvalarfullum dauðdaga en ekki yrði við kröfum hennar. Íbúarnir hóf því að slátra dýrum til að svala blóðþorsta ,,gyðjunnar” sem krafðist svo mikilla blóðfórna að næstum var búið að þurrka út öll húsdýr þorpsins.

Blóðþorsti

Eftir nokkrar vikur voru tveir þorpsbúar búnir að fá nóg af kynferðisofbeldinu og kúguninni og sögðust vilja yfirgefa þorpið og ,,gyðjuna”. Magdalena heyrði af fyrirætlaninni og kallaði tafarlaust allt þorpið til hellisins þar sem hún benti valdsmannslega á flóttagemsana tilvonandi og krafðist þess að þeir yrðu drepnir. Réðust þorpsbúar umsvifalaust á fólkið og drap það. Því næst lét Magdalena stjaksetja aumingja fólkið í hellinum, gekk upp að líkunum með bikar og drakk blóðið úr sárum þeirra. Eftir þennan atburð tilkynnti Magdalena að dýrablóð væri gyðjunni ekki lengur nóg, framvegis yrði að sjá henni fyrir mannablóði ella myndi reiða guðanna ljóstra þorpið . Óttaslegnir þorpsbúarnir hlýddu. Ekki leið á löngu þar til hinn afar hagnýta Magdalena tók eftir að óþarflega mikið blóð fór til spillis þegar að fórnarlömb hennar voru barin til dauða og skipaði hún því að þess í stað skyldi staksetja fólkið í helli hennar og skar hún úr úr þeim innyfli og tappaði blóðinu til drykkjar þar til fórnarlömbin fengu loksins hvíldina.

Það var einmitt sýnin sem mætti hinum unga Sebastian í fjársjóðsleitinni.

Hryllingurinn opinberast

Þegar að Sebastian og lögreglumaðurinn Luiz höfðu komið að hellinum hafði þeim umsvifalaust verið slátrað af þorpsbúum en Magdalena þekkti mæta vel lögreglubúninginn og vissi að ekki liði á löngu þar til yfirvöld mættu á svæðið í leit að kollega sínum. Skipaði hún þorpsbúum að vopnast og fela sig í hellinum og þegar að herinn kom til þorpsins var þar ekki sálu að finna. Hermennirnir hófu leit en þegar þeir komu að hellinum hófu þorpsbúar að skjóta á þá og úr var skotbardagi sem varð til þess að flestir þorpsbúar lét lífið, þar á meðal Hernanez bræðurnir. Í hellinum fannst mikið magn blóðugra líkamshluta og við nánari leit í þorpinu fundust síðan sundurhlutuð líkin af Sebastian og Luiz  í kofa nokkrum og við hlið þeirra Magdalena og bróðir hennar. 

Systkinin voru dæmd til fimmtíu ára fangelsisdóms fyrir hryllinginn en eftirlifandi þorpsbúar sem höfðu tekið þátt í morðunum fengu þrjátíu ára dóm. Ógnarstjórn Magdalenu í Yerba Buena stóð aðeins yfir sex vikna tímabil er talið er að hún hafi látið myrða sextán manns á því tímabili. Allan þann tíma sem réttarhöldin stóðu yfir Magdalenu hélt hún því fram að vissulega væri hún gyðja.  Erfitt er að segja til um hvernig á því stóð en margir telja að hún hafi hreinlega farið að trúa því sjálf í valdavímunni í þorpinu. 

Ekki er vitað um örlög Magdalenu Solis, sumar heimildir segja að hún hafi látið sig hverfa eftir lausn úr fangelsi árið 2013 en aðrar segja hana hafa látist innan múranna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað