fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Anna Kristjáns leiðréttir algengan misskilning um Kanaríeyjar

Fókus
Mánudaginn 18. apríl 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum sem ákvað að flytjast búferlum til Kanaríeyja, nánar tilgreint til Tenerife, fyrir nokkrum árum síðan, leiðréttir algengan misskilning sem Íslendingar eru gjarnan haldnir um eyjarnar fögru.

„Iðulega heyri ég meðal Íslendinga að Gran Canaria sé stærst Kanaríeyja. Þegar ég reyni að leiðrétta þetta meðal annars með því að tala um litlu eyjuna með stóra nafnið, lítur fólk gjarnan á það sem öfund í garð Gran Canaria og fyllist efasemdum um sannleiksást mína,“ skrifar Anna á Facebook.

Hún bætir við, máli sínu til stuðnings, opinberum stærðum Kanaríeyjanna, en þær eru eftirfarandi:

  1. Tenerife – 2034 ferkílómetrar
  2. Fuerte Ventura – 1660 ferkílómetrar
  3. Gran Canaria – 1560 ferkílómetrar
  4. Lanzarote – 845,9 ferkílómetrar
  5. La Palma – 708,3 ferkílómetrar
  6. La Gomera – 370,0 ferkílómetrar
  7. El Hierro – 268,7 ferkílómetrar
  8. La Graciosa 29,05 ferkílómetrar

Anna ákvað til samanburðar að nefna nokkrar aðrar staðreyndir svo betur sé hægt að átta sig á stærðum Kanaríeyjanna.

„Til samanburðar er Heimaey 13,4 ferkílómetrar, en þar að auki er fjallið El Teide á Tenerife, hæsta fjall Spánar, 3718 metrar á hæð og malbikaðir vegur ná upp í yfir 2200 metra hæð, en Hvannadalshnúkur er 2110 metrar á hæð. Ég sé Vegagerðina í anda reyna að malbika veg upp á Hvannadalshnúk. Heildarstærð Kanaríeyja er 7475,95 ferkílómetrar en Vatnajökull er um 7900 ferkílómetrar.“

Anna bætir þó við að Kanaríeyjar séu þú töluvert hlýrri en Vatnajökull.

„En samt. Það er miklu hlýrra hér en á Vatnajökli þótt hér sé stundum alltof kalt.“ 

Anna tekur fram að nú sé loksins farið að hlýna á Kanarí eftir nokkra mánaða kuldakast. En hitinn á páskadag hafi farið upp í 34 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“
Fókus
Í gær

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Eddunnar 2025

Tilnefningar til Eddunnar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta