fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Stuðningur Harðar Torfa við Auð vekur úlfúð – „Hvernig í ósköpunum er það frábær fyrirmynd að beita ofbeldi?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. apríl 2022 13:55

Auður og Hörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Torfason, tónlistarmaður og aktívisti, stígur fram á Facebook í dag og lýsir yfir stuðningi við tónlistarmanninn Auð sem nýverið tjáði sig um ásakanir á hendur sér í opinskáu viðtali við Vísir.is á dögunum.

„Aðdáunar og virðingarvert uppgjör. Ég hvet fólk til að hlusta vel á þetta einstaka og ærlega viðtal við Auðunn Lúthersson og þakka honum fyrir og þar með hvetja hann til áframhaldandi starfa. Auðunn er frábær fyrirmynd og stórkostlegur tónlistarmaður. Áfram Auðunn!,“ segir Hörður í opinni færslu.

Viðbrögðin eru misjöfn. Sumir eru hjartanlega sammála Herði en aðrir segja þetta viðtal ekki nóg.

Stíga varlega til jarðar

Ein kona segir: „Heift og hefndarhugur þolenda gagnvart gerendum skilar engu nema andlegu ofbeldi í þeirra garð og þolendum mun í rauninni ekki líða betur. Stíga þarf varlega til jarðar hér !“

Önnur er á öðru máli: „Frábær fyrirmynd??
Hvernig í ósköpunum er það frábær fyrirmynd að beita ofbeldi? Auðvitað er betra að gangast við ofbeldinu en að gera það ekki, en það breytir því ekki að hann beitti ofbeldi, og að setja hann á stall og telja hann fyrirmynd bara því hann viðurkennir brot er frekar mikið sjúkt.“

„Hvers vegna hvetjum við ekki gerendur til að stíga varlega til jarðar og hætta að beita ofbeldi?“ spyr sú þriðja.

Engin forherðing

Þá er einnig bent á viðtal við talskonu Stígamóta sem tekið var í framhaldi af viðtalinu við Auð þar sem hún segir að gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram.

Hörður þakkar ábendinguna.

„Ég hef lesið þetta viðtal og líka viðtal við móður Auðunns. Allar manneskjur stíga einhversstaðar og einhvern tíma á strik viljandi eða óviljandi. Það sem skiptir svo miklu er viljinn til uppgjörs og að takast á við brot sín og það hefur Auðunn Lúthersson svo sannarlega gert og er önnum kafinn við það. Slíkt ber að virða. Það er enga forherðingu að finna í viðtalinu við hann heldur það gagnstæða og það ber að virða. Hinsvegar hef ég velt fyrir mér hversvegna ekki var haft upp á þeim sem ósvífnastir voru í uppdiktuðum ásökunum og níði á netinu. Þarf það fólk ekki að axla ábyrgð orða sinna?“

Hér má nálgast færslu Harðar og umræðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki