fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Drífa gagnrýnir „hreinsanir“ hjá Eflingu – „Svo­lítið eins og að vera boðið að kyssa vönd­inn“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. apríl 2022 12:57

Drífa Snædal Myndi: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, var harðorð um stöðuna sem upp er komin innan Eflingar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Þar sagði hún engan veginn hægt að réttlæta hópuppsagnirnar og að vel væri hægt að taka á hlutum eins og skipulagsmálum og launakerfi á skrifstofu án þess „að fara í hreinsanir“ og vísaði þar til þess að þetta hafi verið gert á skrifstofu ASÍ með góðum og allt öðrum hætti.

Þáttarstjórnandi spurði hana þá sérstaklega: „Þú kallar þetta hreinsanir?“ Og Drífa svaraði: „Já, það er verið að hreinsa út. Algjörlega. Það er ekkert annað en hreinsanir. Ég veit að það er alveg hægt að fara í umbætur án þess að fara slíkt.“

Hún sagðist munu gagnrýna hvern þann atvinnurekanda sem myndi taka svona ákvarðanir og að það hefði komið henni á óvart að þarna hefðu átta manns staðið að baki ákvörðuninni, og vísaði þar til stjórnar Eflingar.

Nú er búið að auglýsa störfin hjá Eflingu og starfsfólki boðið að sækja um störfin sín aftur.  „Þetta er svo­lítið eins og að vera boðið að kyssa vönd­inn, þegar þér hef­ur verið sagt upp.“

Hér má nálgast þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki