fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Starfsfólk Eflingar fær inneign í Nýju Vínbúðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. apríl 2022 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja Vínbúðin hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum Eflingar 3.000 króna inneign í versluninni. Er þetta gert til að sýna starfsfólkinu stuðning á erfiðum tímum en  nýlega var öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar sagt upp störfum.

Í tilkynningu frá Nýju Vínbúðinni segir:

„Starfsfólk Nýju vínbúðarinnar ákvað í dag, eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi undanfarna daga, að styðja við bakið á starfsfólki Eflingar sem missti vinnuna nýlega í hópuppsögn meirihluta stjórnar stéttarfélagsins.

Það er ekki auðvelt hlutskipti í aðdraganda páska að vera sagt upp störfum og búa við óvissu um framfærslu í náinni framtíð. Til að koma til móts við starfsfólkið og sýna því táknrænan stuðning býður Nýja vínbúðin öllum starfsmönnum Eflingar sem misstu vinnuna í hópuppsögninni 3.000 krónu inneign í vefversluninni.

Það eina sem þarf að gera er að sýna fram á að viðkomandi er starfsmaður Eflingar þegar pantað er. Nýja vínbúðin er opin yfir alla páskana til klukkan 20 og hægt er að nálgast vörur í vöruafgreiðslu í Skipholti 27 í Reykjavík en einnig er boðið uppá heimsendingar og hraðsendingar á innan við 2 tímum.

Nánari upplýsingar um vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar má finna hér: https://nyjavinbudin.is/voruafgreidsla/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx