fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Matur

Seiðandi saltimbocca að hætti Ítala sem rífur í

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 16. apríl 2022 19:23

Berglind er annálaður sælkeri og elskar ítalska matargerð. Hér er á ferðinni seiðandi réttur sem kemur bragðlaukunum á flug. Mynd/Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur sælkeramatur hefur ávallt verið í hávegum hafður hjá okkur Íslendingum og bræðir bragðlauka matgæðinga. Berglind okkar Guðmundsdóttir köku-og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gulur, rauður, grænn og salt hefur verið iðin að heimsækja Ítalíu og er hughrifin af matargerð þeirra. Einn þeirra rétta sem Ítalir gera er Saltimbocca og er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi. Deildi Berglindi þessum rétti með lesendum Hringbrautar síðastliðið sumar og á þessi dásamlegi réttur vel við núna yfir páskahátíðina. Hér er á ferðinni sælkera uppskrift þar sem kjúklingabringur og parmaskinka eru í aðalhlutverki.

SALTIMBOCCA AÐ HÆTTI ÍTALA

3 kjúklingabringur

1 stk. parmesanostur, rifið niður eftir smekk

9 sneiðar PARMA parmaskinka

fersk salvía eftir smekk

smjör

ólífuolía

1-2 dl hvítvín að eigin vali

1 stk. sítróna

svartur pipar

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar langsum. Setjið plastfilmu yfir þær og lemjið þær niður í ca. 1 cm þykkt. Rífið niður parmesanost og setjið í miðju kjúklingsins. Leggið parmaskinku yfir bringurnar og tvö salvíublöð í miðjuna yfir parmaskinkuna. Þrýstið niður á bringurnar og þræðið upp á pinna. Leggið hvern bita í hveiti á þeirri hlið sem kjúklingurinn er. Látið smjör á pönnu og ólífuolíu og hitið. Steikið kjúklinginn á hvorri hlið í um 4-5 mínútur eða þar til eldaður í gegn. Hellið hvítvíni út á pönnuna og látið gufa aðeins upp. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið á disk. Kreistið smá sítrónu yfir, stráið parmesan og smá svörtum pipar. Berið fram með tagliatelle og salati.

*Allt hráefnið fæst í Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík