Emma Jones fjallar um knattspyrnu í sjónvarpi fyrir BBC. Reglulega fær hún ógeðfelld skilaboð frá mönnum á samfélagsmiðlum.
Jones hefur í gegnum tíðina ekki hikað við að sýna fólki hvers lags skilaboð hún þarf að þola á netinu. Það gerði hún einnig í gær.
Eftir að hafa birt mynd af sér á Instagram fékk hún eftirfarandi skilaboð frá manni: „Ég er viss um að nærbuxurnar þínar lykta vel, mmm.“
Þetta er bara brot af þeim ósmekklegu skilaboðum sem Jones hefur fengið á samfélagsmiðlum. Hún hefur áður sagt frá því þegar henni var boðinn peningur fyrir myndir af tánum á henni, þegar hún fékk óumbeðnar typpamyndir og fleira.