fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Búið að loka innri vef skrifstofunnar fyrir starfsfólki – „Löglegt en algjörlega siðlaust“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. apríl 2022 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kom í ljós í morgun þegar einhver ætlaði að opna skjal inni á vefnum að búið var að logga viðkomandi út. Hún spurðist fyrir hjá öðrum og það kom í ljós að búið er að loka vefnum fyrir öllu starfsfólki. Þarna eru settar inn margskonar tilkynningar, til dæmis um veikindi,“ segir Inga Þóra Haraldsdóttir, fyrrverandi skjalastjóri hjá Eflingu, í stuttu spjalli við DV.

Inga greinir frá þessu í lokaðri Facebook-færslu í dag, þar sem segir:

„Nýjast í Eflingar fréttum: Í morgun vöknuðu starfsmenn við það að þau komast ekki lengur inn á innri vef skrifstofunnar, þar sem tilkynningar berast og þau geta haft samband við hvort annað og yfirmenn sína. Samt á starfsfólk að mæta í vinnu eftir páska? Hvað er í gangi?“

Inga bendir á í samtali við DV að Sólveig Anna hafi undirstrikað í Kastlóssviðtali að starfsfólkið, sem allt hefur fengið uppsagnarbréf, beri vinnuskyldu á uppsagnarfresti og ætlast sé til að það sinni störfum sínum.

Innri vefur skrifstofunnar er hins vegar nauðsynlegur hluti af vinnuumhverfinu.

„Ég ræddi þetta við lögfræðing sem sagði að þetta væri löglegt. Þetta er löglegt en algjörlega siðlaust,“ segir Inga.

Aðspurð segist hún hafa sagt upp störfum hjá Eflingu þegar núverandi meirihluti komst til valda í félaginu og viðurkennir hún að Sólveig  Anna formaður og hennar fólk sé ástæðan fyrir starfslokum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi