Enn er mikið magn af snjó á Ísafirði þar sem Lengjudeildarlið Vestra spilar heimaleiki sína.
Rúmar þrjár vikur eru í að fyrsta umferð í Lengjudeild karla verði spiluð. Vestri á útileik gegn Gróttu í fyrstu umferð eftir rúmar þrjár vikur en leikur svo heima gegn Aftureldingu eftir tæpan mánuð.
Óhætt er að segja að ástandið á aðalvelli Vestra, sem er grasvöllur, sé ekki upp á sitt besta nú þegar líður að móti.
Félagið birti í dag myndir af því þegar mikið magn af snjó var fjarlægt af gervigrasvelli Vestra. Með birti Vestri svo myndir af grasvellinum.
Snjórinn sem var fjarlægður af vellinum var svo fluttur niður í miðbæ þar sem fram fór sprettganga á gönguskíðum á aðalgötu bæjarins.