fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Hnífsstunga í Ingólfsstræti í nótt – Tveir menn handteknir og óvíst með afdrif þolandans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. apríl 2022 07:36

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með hníf í Ingólfsstræti fyrir framan skemmistað í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir voru handteknir og árásarþoli fluttur með hraði á sjúkrahús. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn sé enn í aðgerð og því óvíst hvort að hann sé í lífshættu eða ekki. Árásarmennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.

Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um útköll vegna drykkjuláta auk þess sem fjölmargir voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þannig stöðvaði lögregla bílstjóra sem keyrði yfir á rauðu ljósi á gatnamótum þar sem kyrrstæður lögreglubíll beið. Þegar lögregla stöðvaði för ökumannsins réðst hann til atlögu gegn lögreglumönnum og var þegar handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Um 16.30 í gær var karlmaður handtekinn á Seltjarnarnesi á stuttbuxum einum saman eftir að hafa haft í hótunum við ungar stúlkur. Viðkomandi var undir miklum áhrifum áfengis og gistir fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.

Þá slasaðist maður í Kórahverfinu eftir að hafa fengið lok af heitum potti í höfuðið. Var hann fluttur á slysdeild en virðist sem betur fer hafa sloppið nokkuð vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden
Fréttir
Í gær

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu