fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Inga vænir gagnrýnendur Auðs um ofbeldi: Ég er ekki að fara að skikka manninn til að orða hlutina öðruvísi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Margrét Benediktsdóttir, meistaranemi á heilbrigðisvísindasviði innan sálrænna áfalla og ofbeldis,  skrifar grein sem birtist á Vísir.is og ber yfirskriftina: „Að axla ábyrgð á gjörðum sínum í orði og verki – Í kjölfar viðtals við tónlistarmanninn Auð.“

Hún tekur því fagnandi að Auður axli ábyrgð á hegðun sinni og segist ekki taka undir með þeim sem segja yfirlýsingu hans ekki hafa verið nógu góða því hún hafi ekki verið sett fram samkvæmt einhverjum tilbúnum skilyrðum.

„Ég er kona sem berst gegn ofbeldi og því tek ég ekki undir að yfirlýsing Auðar hafi ekki verið nægilega góð því „það þarf sko að nota x orð til að hún sé það“ eða eitthvað annað sem hefur komið fram. Ég stjórna ekki orðum annarra, gjörðum, hegðun og framkomu. Ég beiti ekki ofbeldi og er ekki að fara að skikka manninn til að orða hlutina öðruvísi því það henti mér ekki að hann segi frá á þennan veg. Ég tek því fagnandi að þróunin sé á þennan veg. Ef gerendur geta á einhvern hátt axlað ábyrgð á gjörðum sínum, hvort sem það er að hluta til eður ei, þá er það skref í rétta átt og því á að fagna,“ skrifar Inga Margrét.

Sem kunnugt er kom Auður fram í viðtali á Visir.is í gær þar sem hann sagðist axla ábyrgð og að hann hafi unnið mikið í sjálfum sér, og hvatti þá sem teldu hann hafa brotið á sér að hafa samband.

Inga Margrét gengur svo langt að segja þá sem vilja ekki samþykkja hvernig Auður axlaði ábyrgð, hreinlega sjálfa vera að beita ofbeldi. „Stjórnun er eitt form af ofbeldi. Það að vilja stjórna hvernig aðrir koma fram eða hvað þeir segja eða hvernig þeir hegða sér er form af ofbeldi.“

Hún segir:

„Fólk vil í rauninni stjórna því hvernig hann hefði átt að gera þetta. Stjórna því hvaða orð eru rétt falin til að viðurkenna gjörðir sínar. Meðal annars er nefnt að þó hann væri að axla ábyrgð væri hann ekki að gera það á öllu sem hann hefði gert og þessi yfirlýsing væri í rauninni bara „prump“. Hvað vilja þessir einstaklingar fá meira en yfirlýsingu með orðum geranda? Þarf að gefa út handbók um hvernig senda á frá sér yfirlýsingu til þess að allir verði sáttir? Þarf að fara eftir skrefum eða verkferlum sem eru sniðin skv. þeim sem finnst þetta ekki nógu gott svo þeir verði sáttir? Er ekki best að láta verkin tala og sjá hvort að eitthvað kemur upp í kjölfar þessarar yfirlýsingar og hvort Auður muni þá axla ábyrgð á því líka? Ef þetta er ekki skref í rétta átt, hver er þá rétta áttin? Eiga þolendur að stjórna því hvernig gerendur biðjast afsökunar, bera ábyrgð og svo framvegis?“

Greinina hennar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“