fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Björk vill slaufa slaufunarmenningunni – „Getur kostað mig útskúfun og bannfæringu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 20:27

Björk Jakobsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Jakobsdóttir, leikkona, leikskáld og leikstjóri, veltir slaufunarmenningunni fyrir sér í pistli sem hún skrifar á Facebook og er niðurstaða hennar sú að of langt sé gengið. Hún ávarpar þjóðina í pistlinum.

„Elsku samlandar.
Ég skrifa eftirfarandi orð vitandi að það getur kostað mig útskúfun og bannfæringu hjá ákveðnum hópi.
Hjarta mitt grætur í hvert skipti sem nýr einstaklingur er tekinn af lífi á samfélagsmiðlum.
Við erum öll mannleg og ekkert okkar er fullkomið,“ segir hún.

Þá segir hún að af einhverjum ástæðum séu þær kröfur gerðar í dag, á tímum samfélagsmiðla, að enginn skuli nokkurn tíman stíga feilspor. „Hvort sem það er að tjá ranga skoðun, segja óviðeigandi brandara eða gera eitthvað sem telst kynferðisleg áreitni.

Eins og ég sé komin í unglingadeild

Mér líður stundum eins og ég sé komin í unglingadeild aftur þar sem vinsæla liðið ákveður hvern skal leggja í einelti og ef þú ert ekki sammála eða vogar þér að mótmæla þá ert þú næstur í gapastokkinn og ert gerandameðvirkur

En það er líka gerandameðvirkni að standa hjá og segja ekkert á meðan ofbeldi á sér stað á netinu. Og það á sér svo sannarlega stað ofbeldi á netinu! Og það grátlega er að það er réttlætt sem barátta gegn ofbeldi.

Á meðan dómharkan ræður ríkjum og allt fer fram í upphrópunum og útskúfun þá tökum við frá fólki möguleikann á að ræða saman og læra af mistökum sínum. Við tökum í burtu möguleika fólks að læra og bæta sig. Það er einfaldara að útskúfa en að taka erfiða umræðu.

Þannig gröfum við vandamálið með cancel menningu.“

Einföld lausn á flóknu vandamáli

Cancel-menningin er það sem hefur á íslensku verið kallað slaufunarmenning, og hún hugnast Björk ekki. „Cancel menningin býður upp á einfalda lausn á svo ótrúlega flóknu vandamáli.

Kynferðisbrotamál eru t.d margskonar og sjaldan einföld – sérstaklega núna þegar við erum að endurskilgreina hvað telst áreitni.

Þetta vita þeir sem að hafa gengið í gegnum þá lífsreynslu. Margar konur og menn hafa upplifað einhverskonar form af áreitni eða ofbeldi, þar á meðal ég en það er stórhættulegt að leggja allar þessar upplifanir að jöfnu.

Þeir sem mestan áhugann hafa vita yfirleitt minnst

Þeir sem stunda cancel menningu á netinu og hafa mikinn áhuga á einkalífi annarra vita yfirleitt minnst um málið. Kommentakerfi, Twitter færslur og fjölmiðlar skrumskæla svo staðreyndir málsins þangað til að varla er hægt að sjá hvað það snerist um til að byrja með,“ segir hún.

Hér má lesa færslu Bjarkar í heild sinni, en hún lýkur henni með orðunum: „Vinsamlegast förum varlega í kommentakerfunum ef það er eitthvað sem fólk vill segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“