fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

 „Er ekki rétt að einhver auglýsi eftir þeim eða athugi hvort þeir séu á lífi?“

Eyjan
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, veltir því fyrir sér hvort Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, séu á lífi. Vísar hann þá til þess að hvorki Ragnar Þór né Vilhjálmur hafi tjáð sig um hópuppsögn Eflingar og hafa fjölmiðlar ekki náð sambandi við þá undanfarna daga.

Fjöldi þeirra starfsmanna sem fengu uppsagnarbréf í gærkvöldi og í nótt eru félagsmenn í VR og því hafa margir beðið þess að heyra afstöðu Ragnars Þórs í málinu, en hann og Vilhjálmur eru báðir miklir stuðningsmenn Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Brynjar skrifar á Facebook:

„Nú hefur stjórn Eflingar sagt upp eða ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum félagsins ef marka má fréttir. Gengið er þar harðar fram en harðsvíruðustu kapitalistar þyrðu nokkurn tímann að gera. Nú er Efling í Starfsgreinasambandinu og margir starfsmenn Eflingar í VR. Mér finnst vera frétt dagsins að ekkert heyrist í Villa vini mínum Birgis, nýkjörnum formanni Starfsgreinasambandsins, eða í Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Er ekki rétt að einhver auglýsi eftir þeim eða athugi hvort þeir séu á lifi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?