fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Katrín fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöld – „Við erum hérna fimm af fimmtíu á skrifstofunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk bréfi í tölvupóstinum mínum kl. 22:54 í gærkvöld. Uppsagnarbréf fyrir hönd Eflingar. Ég er ekki búin að opna það, þau skulu mæta heim til mín með uppsagnarbréf, ég vinn hjá kjaramálasviði og veit hvernig þetta virkar,“ segir Katrín Bryndísardóttir, kjaramálafulltrúi hjá Eflingu.  Katrín mun líklega kveðja félagið á næstunni því enginn hefur nálgast hana varðandi endurráðningu eða rætt hvaða verkefni bíða.

„Það er allt kaliber farið út úr félaginu eftir þetta. Ég get ekki hringt í atvinnurekendur hér eftir og kynnt mig sem Katrínu hjá kjaramálasviði Eflingar, það er bara eitthvert grín,“ segir Katrín og vill meina að Efling hafi glatað öllum trúverðugleika með hópuppsögninni.

„Við erum fimm hérna af fimmtíu á skrifstofunni. Fólk er veikt, það er í taugaáfalli. Ég vil að það verði gerð úttekt á því hvað þessi aðgerð kostar. Tuttugu eru búin að segja upp, restin er í veikindaleyfi og treystir sér ekki til að vera hérna. Samt er þetta besti vinnustaður sem ég hef nokkurn tíma verið hjá.“ Katrín segir að hún brenni fyrir réttindum launþega og hún hafi notið þess að liðsinna þeim og þjónusta í gegnum árin en hún hefur unnið í rúma tvo áratugi í verkalýðshreyfingunni.

Þvættingur að starfsfólk hafi unnið gegn Sólveigu

„Ég hef aldrei hitt Sólveigu Önnu og ég hef aldrei talað um hana. Yfirstjórnin er á einhverjum læstum gangi hérna á efri hæðinni, það er virkið sem talað er um að sé í Eflingu. Hér er regla að tala ekki illa um fólk og hér heyri ég engum hallmælt.“

Katrín segir það algjöra fásinnu að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafi unnið gegn Sólveigu Önnu. „Greinar eftir miðaldra hvíta karlmenn um að skrifstofan hér sé stjórnlaus  og óstarfhæf eru fásinna. Það breytti nákvæmlega engu þó að Sólveig Anna labbaði hér út 29. október, það hafði engin áhrif á skrifstofuna. Við héldum bara áfram að vinna okkar vinnu og þjónusta félagsmenn. Heldur einhver að ég kunni ekki að vinna vinnuna sem ég hef unnið síðastliðin 20 ár?“ Katrín hefur unnið í 22 ár hjá verkalýðshreyfingunni en hjá Eflingu síðan síðastliðið sumar.

Katrín segir hópsuppsögnina vera hrikalegan gjörning: „Hér eru nokkrar konur á aldrinum 50 til 60 ára sem eiga erfitt með að róa á önnur mið. Þetta er ömurlegt fyrir hvern og einn. Hér er verið að sturta niður í klósettið ekki áratuga reynslu heldur árhundruða reynslu.“

Katrín segir ömurlegt að lesa sumt af því sem sagt hefur verið um starfsfólk skrifstofunnar, þar sem dregin er upp mynd af forréttindafólki sem vinni gegn formanninum: „Já, við fáum að borða, ég er með skrifborð og tölvuskjá og það er kex í skúffunni. En þetta umtal um okkur er út í hött. Hérna er fólk sem vill vinna á gólfinu og sækist ekki eftir neinum embættum eða vegtyllum vegna þess að það brennur fyrir réttlæti og réttindum félagsmanna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden