fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Fundu fjölda hættulegra efna í leikföngum og niðursoðnum mat

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. apríl 2022 14:30

Eiturefni fundust meðal annars í þessum vörum. Mynd:Ecology Center Healthy Stuff Lab

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu, sem fjallar um rannsóknir á vörum sem eru seldar hjá fimm vinsælum bandarískum verslunarkeðjum, kemur fram að fjöldi hættulegra efna hafi fundist í leikföngum og niðursoðnum mat sem þær selja.

The Guardian segir að 226 vörur hafi verið rannsakaðar í verslunum fimm verslanakeðja. Í ljós kom að í 120 þeirra hafi verið að minnsta kosti eitt efni sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Meðal þessara vara voru litrík barnaleikföng og heyrnartól með Disney þema.

„Sem foreldri á ég að geta keypt vörur án þess að eiga von á að eitra fyrir barninu mínu,“ sagði Jose Bravo, verkefnisstjóri hjá the Campaign for Healthier Solutions.

Í rannsókninni fundust efni á borð við þalat, sem hefur verið tengt við hærri tíðni krabbameins hjá börnum. Einnig kom í ljós að gervitennur voru búnar til úr PVC sem getur innihaldið efni sem raska starfsemi kirtlanna og getur skaðað þroska kynfæranna og andlegan þroska. Börn eru í sérstökum áhættuhópi hvað þetta varðar.

Jeff Gearhartrannsóknarstjóri hjá Ecology Center Healthy Stuff Lab, sem gerði rannsóknina, sagði að til séu önnur vel þekkt efni sem er hægt að nota í stað þessara eiturefna. Það sé alvarlegt vandamál að enn sé verið að nota þessi eiturefni í ódýrar vörur. Hann sagði að framleiðendur og söluaðilar verði að bæta sig í þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta