fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn – Lyktarskyni okkar fer stöðugt aftur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. apríl 2022 09:30

Þessi er með lyktarskynið í góðu lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri kynslóðirnar eru með betra lyktarskyn en þær yngri. Þetta segja sumir vísindamenn og byggja á niðurstöðum nýrrar rannsóknar. En ekki eru allir vísindamenn þessu sammála.

Miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í PLOS Genetics, þá virðist sem lyktarskyni okkar fari hægt og rólega aftur.

Í rannsókninni kemur fram að fólk sé með mismunandi útgáfur af tveimur lyktarnemum sem nema líkamslykt. Sumir eru með stökkbreytta útgáfu sem er eldri en aðrar og virðist nema lykt betur.

Rannsóknin staðfestir því kenningu, sem hefur lengi verið rædd af vísindamönnum, um að lyktarskyn fólks hafi versnað með tímanum og sé enn að versna. Science Alert skýrir frá þessu.

Britannica segir að lyktarnemarnir virki þannig að þeir finni efni, sem eru í loftinu, sem berist inn í nef okkar. Þessir lyktarnemar virka þó á mjög mismunandi hátt hjá fólki.

Niðurstöður rannsóknar frá 2013 sýndu að rúmlega 30% munur væri á virkni lyktarnemanna hjá tveimur manneskjum. Þetta byggðist á erfðum. Þess vegna finnst sumum ákveðin lykt hræðileg á meðan aðrir taka varla eftir henni. Þetta var eitt af því sem nýja rannsóknin beindist að.

1.000 Kínverjar og 364, af ýmsum uppruna, sem búa i New York tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendurnir þefuðu af 10 mismunandi lyktum.  Í stuttu máli sagt þá segja vísindamennirnir að út frá því hvernig þátttakendurnir svöruðu spurningum um þá lykt sem þeir fundu þá sé ekki annað að sjá en að lyktarskyn fólks fari versnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn