fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Borgarstjóri óskar frúnni til hamingju: Þú verður að sjálfsögðu aldrei ávörpuð annað en „frú yfirlæknir“

Fókus
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 16:27

Dagur B Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala frá 1. maí 2022. Tilkynnt er um þetta á vef Landspítalans.

Eiginmaður Örnu Daggar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, deilir tilkynningunni á Facebook með hamingjuóskum til frúarinnar.

„Happafengur. Þá er þetta opinbert. Landspítalinn, Líknardeildin, samstarfsfólk en síðast en ekki síst sjúklingar og aðstandendur á Líknardeildinni sannarlega heppin. Þú brenndur fyrir þessu starfi og sinnir því af ótrúlegri óeigingirni, hlýju og metnaði. Til hamingju! Og þú verður að sjálfsögðu aldrei ávörpuð annað en „frú yfirlæknir“ heimavið hér eftir. Við erum ótrúlega stolt af þér!,“ segir Dagur.Arna Dögg lauk læknaprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi í janúar 2003. Hún lauk framhaldsnámi í almennum lyflækningum á Landspítala árið 2008 og hlaut sérfræðileyfi í árið 2012. Árið 2015 lauk hún samnorrænu framhaldsnámi í líknarlækningum (Nordic Specialist Course in Palliative Medicine) og fékk viðbótarsérfræðileyfi í líknarlækningum árið 2016. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Arna Dögg hefur starfað við líknarlækningar frá 2010; við líknardeild, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu (HERA) og líknarráðgjafateymi.
Hún hefur sinnt reglubundinni stundakennslu bæði við læknadeild og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2013 auk þess sem hún kennir á námskeiðum um samtalstækni á Landspítala. Arna Dögg er varaformaður Lífsins – samtaka um líknarmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn