fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Svala sem lék nektardansmeyna Susan í Verbúðinni safnaði hári fyrir hlutverkið – „Undir höndum og að neðan!

Fókus
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 11:51

Mynd/Instagram 𝑰𝒄𝒆𝒍𝒂𝒏𝒅𝒊𝒄 S𝒆𝒍𝒌𝒊𝒆

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt eftirminnilegasta atriðið í þáttunum Verbúðin sem sýndir voru nýverið á RUV var þegar Svala Jóhannsdóttir kom fram sem nektardansmærin Susan Haslund og baðaði sig meðal ballgesta.

Svala er í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hún segist hafa verið stressaðri fyrir því að tala dönsku en að vera nakin í mynd.

Yngri kynslóðin saup hveljur yfir atriðinu enda aðeins þau sem eldri voru sem mundu eftir Susan og öðrum nektardansmeyjum sem skemmtu landanum á árum áður.

Og vegna ýmissa breytinga á samfélaginu og viðhorfum þurfti Svala að undirbúa sig fyrir hlutverkið á óvenjulegan hátt. „Já, ég safnaði hári fyrir hlutverkið. Undir höndum og að neðan!“ segir Svala í samtali við Fréttablaðið. „svo fíla ég bara mjög vel að hafa hár undir höndunum og hef haldið því síðan.“

Svala heldur úti afar vinsælum Instagramreikningi – icelandicselkie – og er með yfir 86 þúsund fylgjendur þar sem hún birtir af sér djarfar og listrænar myndir.

Hún og vinkonur hennar hafa stofnað burlesquehópinn Earthly Delights og halda þær sýningu á Gauknum að kvöldi skírdags. Hópurinn samanstendur af fjórum þokkafullum og tælandi dans- og söngmeyjum þeim Miss Mimi, [‘n?ks], Tempest og Mömmu Satan, en sú síðastnefnda er hliðarsjálf Svölu. Hægt er að kaupa miða á Tix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall