fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Brá var seld í mansal til Frakklands – Bjargvætturinn reyndist annað skrímsli – „Ég áttaði mig á því að hans markmið var ekki að bjarga mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. apríl 2022 14:35

Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brá Guðmundsdóttir var nítján ára gömul þegar hún var seld í mansal til Frakklands. Hún segir frá því í nýjasta hlaðvarpsþætti Eigin Kvenna í umsjón Eddu Falak og segir að við tók tími sem er í mikilli móðu.

Brá var aupair í Þýskalandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hún segir að þetta hefði verið ágætur staður en hún var ekki rosalega ánægð með heimilið sem hún var á. Hún og vinkona hennar fóru í helgarferð til Parísar og eftir það breyttist allt.

Þær hittu mann sem sagðist vera Frakki, eiga fyrirtæki og fjölskyldu og væri að leita að aupair. „Hann lét þetta hljóma ótrúlega [heillandi]. Maður náttúrulega bara glær á bak við eyrun og frekar vitlaus,“ segir hún.

Brá fór aftur til Þýskalands en maðurinn hringdi í hana og bauð henni starfið, svo hún ákvað að fara.

„Þarna voru ekki komnir gemsar, ég var ekki einu sinni með kort, bara peninga og ekki mikla peninga. Ég fór bara til Parísar,“ segir hún.

Það sem Brá vissi ekki var að maðurinn var ekki franskur og var ekki í leit að aupair.

Læsti hana inni í íbúð

„Hann keyrði með mig í íbúð í miðborg París, tók vegabréfið mitt og læsti mig inni í íbúð með engu inni. Það var dýna á gólfinu, sjónvarp og myndbandsvél og -tæki. Ég áttaði mig mjög fljótt á því að hann hefði bara verið að ljúga, þarna væri ég komin í kynlífs mansal, sem yrði þá væntanlega tekið upp,“ segir hún.

„Ég var skíthrædd. Á þessum tímapunkti hélt ég að ég myndi aldrei hitta neinn aftur,“ segir hún um augnablikið þegar hann læsti fyrst hurðinni.

„Þarna var ég komin í aðstæður sem voru hræðilegar og ég dauðskammaðist mín […] að hafa látið blekkjast.“

Þóttist vera bjargvættur

Brá segir að hún man lítið eftir þessum tíma. „Ég man ekkert nákvæmlega hvað liðu margir dagar eða hvernig þetta var. Ég fékk eftir einhvern tíma að fara út að labba, ekki með neitt með mér, ég fékk að fara eitthvað út að labba. [Á meðan ég var að rölta] þá hitti ég mann frá Austurlöndum, sem að ég sagði frá í hvaða aðstæðum ég væri og hann sagðist ætla að bjarga mér og hjálpa mér. Hann fann rosa til með mér og fékk einhvern með sér, og ég einhvern veginn komst þaðan í burtu, með vegabréfið mitt en ég man ekki hvernig ég [fékk það].“

„Það liðu ekki nema 2-3 dagar þar til ég áttaði mig á því að hans markmið var ekki að bjarga mér […] Hann var bara í því að finna viðhald, kynlífsþræl eða eitthvað álíka fyrir [vin sinn, sem var veitingahúsaeigandi].“

Maðurinn misnotaði og nauðgaði henni og vinir hans einnig. Brá segir frá því þegar hún fékk þvagfærasýkingu og læknir kom á heimili mannsins til að gefa henni lyf og hún þurfti að veita lækninum munnmök í staðinn.

Mikil skömm og niðurlæging einkenndu þennan tíma. Þegar hún komst úr aðstæðunum gat Brá ekki farið til Íslands því hún skammaðist sín svo mikið og flutti til bræðra sinna í Noregi.

Brá segir ítarlega frá kynferðisofbeldi í æsku, mansalinu og því sem tók við í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér að neðan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“