fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 11. apríl 2022 09:45

Páskabomban hennar Maríu Gomez á eftir að slá í gegn enda á hún sér enga líka. Myndir/María Gomez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þið haldið að þið hafið prófað allt þá eigið þið svo sannarlega eftir að prófa þessa nýjung, páskatertuna hennar Maríu Gomez lífsstíls- og matarbloggara sem heldur úti bloggsíðunni Paz.is. Hér er á ferðinni svakalega bomba sem hreinlega tryllir bragðlaukana. „Ég kýs að kalla hana páskatertu ársins enda um algjöra bombu að ræða. Ef þið haldið að þið hafið prófað allt þá eigið þið svo sannarlega eftir að prófa þessa nýjung hér. Ég kýs að kalla hana páskatertu ársins enda um algjöra bombu að ræða. Ég ákvað að gera þrista Rice Crispies botn og fylla hann með þristasósu og bananarjóma. Svo toppaði ég allt heila klabbið með bananastöngum,“ segir María og er alsæl með útkomuna enda fuðraði bomban upp á augabragði.

Þessa köku er hægt að bera fram jafnt sem rjómatertu eða ístertu. „Mér persónulega finnst hún betri sem ísterta. Leyfið henni að kólna í frystir í eins og 30 mínútur ef bera á hana fram sem rjómatertu en minnst 1 klukkustund eða lengur ef bera á hana fram sem ístertu.“

Páskabomban

Rice crispies þristabotn

200 g smjör

6 msk. bökunarsíróp (golden Syrup)

250 g þristar

200-250 g Rice Crispies

Þristasósa

250 g þristar

1 dl rjómi

Bananarjómi

750 ml rjómi

1,5 banani

2 msk. flórsykur

½  tsk. lyftiduft (rjóminn heldur sér þá betur en má sleppa)

Nokkrir sítrónu dropar (úr ferskri sítrónu til að setja á bananann svo hann verði ekki brúnn)

Gulur matarlitur

Ofan á

1 pakki eða 150 g Völu bananastangir

Aðferð og samsetning

Rice Crispies þristabotn

Setjið smjör, síróp og smátt skorna þrista saman í pott og bræðið saman við vægan hita.

Leyfið þessu ögn að sjóða saman í smá stund svo þetta verði eins og klístruð súkkulaðikaramella. Slökkvið þá undir og bætið 225 gr Rice Crispies út í og hrærið varlega saman þar til allt Rice crispíið er þakið þristasósunni. Setjið næst í 26 cm smelluform og látið ná alveg upp að brúninni við kantana en hafið dæld fyrir miðju svo þetta verði eins og Rice Crispies skál (gott er að klippa út smjörpappír í hring að sömu stærð og botninn á forminu og setja í botninn á því). Setjið í frystir í eins og eina klukkustund og gerið þristasósuna á meðan.

Þristasósa

Setjið 250 g af smátt skornum þristum í pott og 1 dl rjóma. Bræðið vel saman við vægan hita og hrærið reglulega í þar til allt er vel bráðið saman. Leyfið sósunni að standa í smá stund upp á borði í skál svo hún kólni ögn og gerið bananarjómann á meðan.

Bananarjómi

Setjið rjóma, flórsykur, gulan matarlit og lyftiduft saman í skál og stífþeytið rjómann.

Stappið banana og setjið nokkra sítrónudropa út í eins og 3- 4 dropa til að hann verði ekki brúnn með tímanum (má samt sleppa). Hrærið svo varlega saman stappaða banananum við þeytta rjómann.

Samsetning

Takið nú rice crispies botninn úr frystinum og úr mótinu og setjið hann á kökudisk.

Hellið svo þristasósunni í dældina á botninum og setjið í frysti í eins og tíu mínútur eða svo. Gott að kæla aðeins svo rjóminn bráðni ekki strax. Fyllið svo með þeytta bananarjómanum og skerið 150 gr af bananastöngum og setjið ofan á rjómann. Mér finnst gott að setja kökuna í frystir í allavega hálftíma áður en hún er borin fram en finnt langbest að bera hana fram eins og eftir 1-2 klst jafnvel lengur úr frystinum.

Páskabomban hennar Maríu Gomez á eftir að slá í gegn enda á hún sér enga líka. Myndir/María Gomez.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum