fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Kínverskir læknar sagðir hafa fjarlægt hjörtu og lungu úr lifandi föngum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. apríl 2022 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld réðu skurðlækna til starfa til að taka dauðadæmda fanga af lífi með því að taka hjörtu þeirra og lungu úr þeim. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við The Australian National University.

Daily Mail segir að þeir hafi farið yfir mörg þúsund kínverskar sjúkraskýrslur og hafi þannig komist að því hvernig Kínverjar bera sig að við að nota líffæri úr föngum við ígræðslur.

Rannsóknin hefur verið birt í American Journal of Transplantation. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að uppgefin dánarorsök sé ekki í samræmi við þau læknisfræðilegu inngrip sem 56 kínversk sjúkrahús skráðu. Þess í stað voru hjörtu tekin úr föngum áður en þeir voru heiladauðir. Hjörtun voru síðan notuð við líffæraígræðslur.

Baráttufólk fyrir mannréttindum segir að þetta „segi hræðilega sögu morða og limlestinga í Kína“ og að sögurnar sem berist af framferði kínverska kommúnistaflokksins séu „næstum of hræðilegar til að hægt sé að trúa þeim“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io